Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um að setja af kónginn og ríkisstjórnina með þeim formála sem þarna er hafður. Enda fór svo að þessi „galimatias“ vakti jafnvel enn meiri undur en aðhlátur í Danmörku, og eru þó danir gamansamir menn. Mjög íhaldssamur flokkur dana (þeir kalla sig „de radikale11) flýtti sér að gefa út yfirlýsíngu í tilefni þessarar tilskipunar Petersens, þar sem þeir segja m. a.: „Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú, að konúngur Danmerk- ur, stjórn og ríkisþíng, ásamt herstjórninni, eru gerð þess ómegnug að binda endi á gagnslausa bardaga, sem ekki mundu miða að öðru en tor- tíma landinu og þjóðinni með öllu.“ Og þeir bættu við: „Vér eigum bágt með að trúa því að danska þjóðin láti slíka tilskipun óáreitta.“ Og það varð orð og að sönnu, dönsku þjóðinni var nóg boðið. Ég vitna ekki í þessi dæmi úr Danmörku af þeim sökum að þau séu einsdæmi, heldur sakir hins, að þau eru einmitt fyrirtaks sýnishorn af vinnubrögðum frumkvöðla kalda stríðsins. Furðuverk einsog tilskipanir þeirra Christensens og Petersens hafa verið daglegt brauð í sérhverju því landi sem dregið hefur verið inní vítahríng kalda stríðsins. Það er oss sjálfum í fersku minni, hvernig stríðsæsíngasinnar létu gánga leppinn og þvöguna hér á Islandi, til að hræða íslenska stjórn- málamenn, eftir að friður var kominn á uppúr lokum síðustu heimsstyrj- aldar: „rússar“ áttu að vera komnir á fremsta hlunn að leggja undir sig ísland. Ekki var borið við að færa fram rök né líkur fyrir þeirri kenn- íngu að Ráðstjórnarríki byggjust til að hernema ey þessa á miðju at- hafnasvæði aðalflotaríkja heimsins; en því meira kapp lagt á hitt, að æpa úlfur úlfur. Við íslendíngar gleyptum stríðsáróðurinn hráan einsog hann var settur fyrir okkur. Það þurfti sumsé ekki á að halda jafnhroða- legum „dagskipunum" hér á landi og þeim sem þeir Christensen og Pet- ersen voru látnir leggja nafn sitt við til að hræða dani. Vorir menn svör- uðu strax: Það skal vera með þökk vorri og vilja að þér hernemið oss og fyllið hér alt af erlendum soldátum — til að vernda oss fyrir hernámi og erlendum soldátum.Og þarmeð var fjöreggi íslands, því sjálfstæði sem þjóðin hafði barist fyrir í sjö hundruð ár, kastað á glæ. Þeir sérfræðíngar og stjórnmálamenn innlendir í Danmörku,sem hvað fúsastir höfðu viljað reka erindi stríðsæsíngamanna, umboðsmenn á borð við Christensen sem vildi festa kjarnorkumæli á alla dani og sauma innaná þá seðil með nafninu þeirra, svo einginn þyrfti að efast um hvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.