Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 29
HEIMA OG HEIMAN 19 líkið héti þegar það fyndist, og Petersen sem fyrirskipaði að kóngurinn og önnur yfirvöld í Danmörku skyldu sett af á meðan verið væri að gánga milli bols og höfuðs á síðasta dananum, — þeir raunkuðu ekki við sér fyren þeir voru hættir að skrifa undir plögg. Og ég held að ekki að- eins í Danmörku, heldur hvar sem er í Evrópu, mundu plögg frá blóma- skeiði stríðsæsíngastefnunnar einsog þau tvö sem ég hef gert hér að um- talsefni, vekja slíkt ógeð nú, 1954, að á einum degi mundi í almennings- álitinu gersamlega líða uppaf þeim stjórnmálamanni sem legði nafn sitt við þvílíkt og annað eins, — slíkur er ósigur þessara stjórnmálamanna orðinn. Það hefur ekki farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslendíngum, að þegar Heðtoft forsætisráðherra í Danmörku lýsti yfir því sem talið heíur verið úrslitaneitun dana um afhendíngu á sjálfstæði Danmerkur og landsréttindum í hendur ameríska hernum, þá gerði hann hið íslenska fordæmi að einum höfuðliðnum í röksemdafærslu sinni. Ráðherranum var bersýnilega ljóst, hver harmleikur það er þegar her úr Vesturálfu heims, fólk af þeirri manngerð sem kölluð er „tæknivæddir frummenn“ (og vér mundum elska ef það væri kjurt heima hjá sér) er sent útaf örk- inni til að ráða lögum og lofum meðal fornmentaðra þjóða einsog ís- lendínga eða dana, — gestir sem heimaþjóðin á eingan snertipúnkt við þegar sleppir sambandi við stjórnmálamenn, kyr.ferðismarkaðinn og þá tegund manna sem danir nefna „værnemagere“, og allrasíst nokkurn vettváng sameiginlegan til andlegra eða menníngarlegra viðskifta. Það hefði verið ánægjulegt ef vér hefðum verið jafnfúsir að læra af dönum í þessu máli og þeir vilja nú láta sér okkar víti að varnaði verða; ánægjulegt ef vér hefðum haft eins rólegar taugar og þeir; ánægjulegt ef ábyrgðarmenn meðal vor hefðu haft þrek til að láta hótanirnar um úlf- inn ríða hjá, uns íslenskur almenníngur hefði uppgötvað eitthvað svipað og danska þjóðin uppgötvaði: að það var verið að hafa hana að háði og spotti þegar átti að festa á hana útgeislunarmælinn og seðilinn með nafn- inu, og gera ráðstafanir til að setja kónginn af meðan væri verið að gera útaf við seinasta danann, — og að þeir sem stóðu fyrir þessari umhyggju gagnvart Danmörku mátu dönsku þjóðina á við þesskonar óværu sem einu gilti þó öll væri brytjuð niður fyrir hund og hrafn. Já það hefði verið ánægjulegt að vér hefðum haft siðferðisþrek til að þrjóskast einsog
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.