Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 30
20 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR danir gegn kröfunni um erlenda hersetu, uns íslenskur almenníngur var orðinn nógu viss í sinni sök til að taka framfyrir hendur á stjórnmála- mönnum og segja: aldrei með okkar vilja. Góðum taugum sínum eiga danir það að þakka að þeir eru enn sjálf- stæð þjóð, og njóta þeirrar virðíngar, einnig af frumkvöðlum kalda stríðsins, sem vér íslendíngar höfum mist, — því þeir virða þá eina sem ekki beygja sig fyrir þeim, leppa sína fyrirlíta þeir. Danir hafa haldið virðíngu sinni, vér höfum glatað henni. Hið eina sjálfstæði sem nú er til á íslandi er í hjörtum þeirra manna sem fyrirlíta alla vígamenn, hvort heldur þeir klæðast einkennisbúníngum soldáta eða böðla, og eru ekki hræddir við nokkra þjóð, heldur vinir allra þjóða. hvort heldur þær eiga heima í austri, vestri, norðri eða suðri, en láta aldrei blekkjast af þeim kenníngum stjórnmálamanna að mannkynið vilji stríð gegn sjálfu sér. Ræða haldin við móttöku bókmentaheiðurspeníngs Heimsfriðarráðsins, Vínarborg 27. nóvember 1953. Frú forseti, félagsmenn Heimsfriðarráðs, kæru vinir; sjaldan hafa tíðindi komið mér svo mjög á óvart sem þá er mér barst skeyti heim til íslands, eigi als fyrir laungu, þess efnis að Heimsfriðar- ráðið hefði gert að ég skyldi í flokki þeirra manna sem Ráðið vildi heiðra með veitíngu bókmentaverðlauna sinna. Um leið og ég flyt hér nú persónulegar þakkir mínar frammi fyrir Heimsráðinu vegna þessarar sérstöku heiðursviðurkenníngar, vildi ég einnig leyfa mér að þakka þá kurteisi sem með þessum gerníngi hefur verið vottaður þjóð þeirri, túngu og bókmentum þaðan sem ég er upprunninn. Þetta er í sannleika mjög fátíð ákvörðun. Að vísu hefur land mitt átt sér bókmentir í þúsund ár eða jafnvel leingur, menníng þess hefur einkum verið bókmentaleg; í þessu landi hefur verið snúinn einn höfuðþáttur heimsbókmentanna, sá sem kendur er við eddu og sögu; og vegna þessa grundvallar hafa fróðir menn kall- að land mitt höfuðból sígildra fornbókmenta norðurevrópskra; og á sér- hverri öld síðan land þetta var bygt hafa þar lifað höfundar sem ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.