Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Dolores
hyggju kvenna í bernsku en önnur börn. Rithöíundurinn Arturo Barea,
sem ritað hefur bók um García Lorca, getur þess til, að hér megi að
nokkru finna skýringu þess, að beztu leikrit García Lorca fjalla öll um
konur og honum er gjarnt að láta konur tjá tilfinningalif sjálfs sín.
Á bernskuheimili García Lorca var meðal annarra
hjúa gömul barnfóstra að nafni Dolores. Hún sat oft
framan við arininn með börnin hjá sér og söng fyrir þau þjóðkvæði og
sagnadansa eða sagði þeim sögur, en af þeim á Andalúsía óvenju gilda
sjóði. Er sagt, að Federico hafi verið farinn að raula þjóðlögin, þegar
hann var eins árs, eða tveimur árum áður en hann fór að tala. Bróðir
hans, Francisco, segir svo frá, að Dolores sé fyrirmyndin að griðkonun-
um í leikritum García Lorca, „Blóðbrullaupi“ og „Spunakonunni, Dona
Rosita“. En einnig í öðrum leikritum hans ýmsum er griðkona ein aðal-
persónan, og er skyldleiki þeirra við Dolores ótvíræður, þótt nokkuð séu
þær með öðru sniði. Ekki er ósennilegt, að minningin um sögur og
söngva Dolores gömlu hafi átt sinn þátt í því, að García Lorca gerðist
síðar ötull þjóðsagnasafnari, varð hámenntaður í spænskri þjóð-tónlist
og leitaði í ljóðagerð fyrirmynda bæði um hætti og efni í sagnadönsum
og þjóðkvæðum Andalúsíu. Að minnsta kosti verður ekki gengið fram-
hjá þessari gömlu griðkonu, þegar rakin er ævisaga García Lorca og
verk hans rannsökuð.
Strax á barnsaldri varð áhuga vart hjá García Lorca
fyrir leikstarfsemi. Hann samdi smásjónleiki og lék þá
undir berum himni fyrir börnin í þorpinu. Smám saman varð þetta fönd-
ur að hálfgerðri áráttu. Hann tók heimilið einatt til umráða og gerði að
leikhúsi, en heimamenn að leikurum. Hann tíndi fram fatnað móður
sinnar, færði systkini sín eða þjónustustúlkurnar í skrúðann, og síðan
hófst leikurinn. Mesta ánægju hafði hann af messuleikum. Brá hann sér
þá í prestslíki, en heimilisfólki í gervi kirkjugesta, og síðan hófst há-
messa með tilhlýðilegri viðhöfn. Undir prédikun varð söfnuðurinn að
hágráta. Og menn komust ekki upp með neinn leikaraskap. í messulok
urðu allir að sanna með tárum á vanga, að engin brögð hefðu verið í
tafli! Þægust hjálp við þessar sýningar var fóstran dygga, Dolores.
i , Meðan Federico var enn á barnsaldri, fluttust foreldr-
I Granada
ar hans úr sveitinni og settust að í Granada. Keypti
faðir hans stórhýsi í hjarta borgarinnar, en átti þó sveitasetrið áfram.
Barnaleikir