Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 39
UM GARCÍA LORCA 29 Arabísk óhrií Granada er að sögn allra, sem hana hafa gist, ein sérkennilegasta og skemmtilegasta borg Evrópu, og ber margt til þess. Borgin stendur norð- vestanvert við fjallgarðinn Sierra Nevada, við rætur fjallsins eru stórir akrar og olíuviðarlundir, en utan við borgina á aðra hönd er víðlend slétta með trjágörðum og stórum áveitum. Granada var stofnuð af aröbum skömmu eftir að þeir hernámu Spán á öndverðri 8. öld (711). Árið 1238 varð hún sjálfstætt máraríki. Þegar losna tók um tök mára á öðrum hlut- um Spánar, héldu þeir sem fastast í Granada og létu hana ekki af hendi, fyrr en öllu öðru var glatað og ósætt orðið lengur (1492). Borgin hefur þannig lotið austrænu veldi í meira en sjö aldir, og sér þess vitanlega víða stað. Elzti borgarhlutinn er byggður í alaustrænum stíl, þröngar bugðóttar götur og oft snarbrattar, húsin riðlast hvert á öðru eins og þeim hafi verið kastað hér niður og hending látin ráða, hvað upp sneri, víða hanga þau utan í brekkum „eins og skelfdar fjallagemsur“, eftir því sem Nexö segir í bók sinni, „SoIdage“. Frægust márískra menja er töfrahöllin Alhambra, aðsetursstaður kalífanna, og munu flestir kannast við Ijónagarðinn með svörtu marmaraljónunum tólf. En austrænna á- hrifa gætir ekki aðeins á ytra borði. Sögur, söngvar, dansar og ljóð af arabískum uppruna hafa auðgað andlegt líf og menningu borgarinnar, og blóðblöndun við mára hefur gefið fólkinu á þessum slóðum sérstakan svip og mótað skapeinkenni þess. Granada skiptist í þrjá meginhluta: gamla hlutann, sem á var minnzt, nýja borgarhlutann eða þá eigin- legu Granada, en hinn þriðji (Albaicin) er að miklu leyti byggður síg- aunum. Nokkur ævintýraljómi hefur lengi leikið um sígauna, þenna þeldökka kynþátt mcð eirðarleysið í blóðinu. Fjarlægur óviss uppruni þeirra og eigin sögusagnir um ættgöfgi sína skópu þeim víða virðingu, þegar þeir lögðu leið sína fyrst til vestrænna landa á miðöldum ofanverðum. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, enda var sígaunum ekki gefið að varðveita hana. Hvar sem spákerlingar kynflokksins komu, brá svo undarlega við, að dýrgripir húsráðenda hurfu niður í pilsvasa þeirra. Karlmennirnir voru slægir kaupsýslumenn og miðlungi frómir. Lögum lutu sígaunar engum nema eigin, enda einskis lands þegnar. Þeir eru af náttúrunni dýrkendur algers frelsis, sem spyr ekki um annars hag, og líta niður á bændur og Sígaunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.