Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 43
UM GARCÍA LORCA 33 Fyrsta bókin hvaða blaði hún birtist. En enginn vaíi er á, að greinin hefur verið full aðdáunar á hinum mikla snillingi og rituð vegna þess, að García Lorca hefur kennt andlegs skyldleika við Zorilla, sem þá var látinn fyrir tæpum aldarfjórðungi. Báðir voru andalúsíubúar, báðir Ijóðskáld og leikrita- höfundar í sterkum tengslum við fortíðina, hjá báðum rík þjóðernisvit- und og átthagatryggð. En kannski hefur fáa grunað, þegar greinin birt- ist, að hinn 18 ára gamli höfundur ætti eftir að rísa eins hátt í spænskum bókmenntum þessarar aldar og Zorilla á næstliðinni öld. Þótt García Lorca fengist bæði við tónlist og málaralist á þessum ár- um, varði hann þó mestum tíma í lestur bókmennta og til að yrkja — og þarf nú ekki að undrast Iengur, þótt hægt miðaði með lögspekina! Árið 1917 tók García Lorca þátt í ferðalagi skóla- sveina um alla Kastilíu undir fararstjórn kennara síns, Martín Domínguez Berruete, prófessors í listasögu. För þessi varð honum bæði til gleði og mikils gagns. Sagðist honum svo frá síðar, að þá hefði hann fyrst skilið, hvað það var að vera spánverji, skynjað feg- urð ættjarðar sinnar og auðlegð lífsins, sem hún elur við skaut sér, og fundið tengsl sín við hvort tveggja. Ávöxtur þessa ferðalags varð m. a. lítið kver, gefið út í Madrid 1918, og var það fyrsta bók hans. Nefndist hún „Impressjónir og landslag“. Þetta voru Ijóðrænar lausmálsskissur, náttúrumyndir og stemningar með mótívum víðs vegar að úr Kastilíu. García Lorca var sískapandi á þessum árum, og urðu skólaljóðin frá Granada uppistaða í fyrstu Ijóðabók hans. 011 kvæðin í þeirri bók eru ársett, flest mánaðarsett og nokkur dagsett. Er skemmtilegt að athuga, hve frjósamt skáld hann hefur verið. Eitt kvæðið er dagsett 25. júlí 1918 og er 4síða í skírnisbroti, annað dagsett 3. ágúst s. á. og 2^/4 síða, þriðja dagsett 7. ágúst og 3 síður — eða 3 kvæði á 13 dögum og ekki minna en 10 síður samtals! Alls eru í fyrstu ljóðabók hans 12 kvæði frá 1918 og samtals 30 síður — eða að meðaltali eitt ljóð á mánuði og 2^/2 síða hvert — og er þó aðeins birt strangt úrval þess, sem ort var! Auð- vitað voru þessi Ijóð flest með viðvaningsbrag, en sum þeirra munu þó seint fyrnast. García Lorca eignaðist marga vildarvini í hópi fullorðinna fræði- og listamanna í Granada, og einnig safnaðist fljótlega um hann hópur ungs listelsks fólks. Var það vndi hans að lesa vinum sínum Ijóð sín eða syngja fyrir þá spænsk þjóðlög og leika undir á gítar eða píanó. Hann Tímaril Máls og menningar, 1. h. 1954 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.