Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 47
UM GARCÍA LORCA 37 Fyrsta ljóðabókin listgreinir þróast á sama hátt, ekki aðskildar eftir samhliða línum, held- ur eins og einn tvíþættur vaður: ljóðræn leikrit, leikræn ljóð. „Tálfiðr- ildinu“ var frámunalega illa tekið af öllum nema nokkrum vinum höf- undarins, sem viðstaddir voru frumsýninguna. Þeir klöppuðu eins og lófarnir leyfðu í leikslok, en máttu ekki við margnum — leikritið var „flautað niður“. Það var aðeins sýnt í þetta eina skipti og er nú með öllu glatað, en rithöfundurinn Alfredo de la Guardia, sem var viðstadd- ur þessa einu sýningu þess, hefur skrifað ýtarlega lýsingu á efni þess. Árið 1921 kom út fyrsta Ijóðabók García Lorca. Nefndist hún „Ljóðabók“ (Libro de poemas). Þetta var úrval þeirra ljóða, sem hann orti á árunum 1918 —1920, samtals 67 ljóð. Bókin vakti litla athygli nema í hópi mennta- manna, og blöðin minntust varla á hana. Eigi að síður er hún um marga hluti hin merkasta. Efnislega ber hún flest almenn einkenni æskuljóða: náttúruljóð, stemningar, ástaljóð oft með angurblíðum, stundum þung- lyndislegum hreim; áhrif eru einnig greinileg bæði frá eldri og yngri skáldum, innlendum og erlendum. En „mikilvægari... er sú staðreynd, að í þessari bók birtast frumdrög að ljóðheimi García Lorca næstum eins og hann leggur sig ... hún sýnir okkur, hvernig García Lorca þrosk- ast á þessum viðsjárverðu árum, þegar spænsk ljóðlist velktist á bárum allra þeirra „isma“, sem fylgdu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Við get- um rakið slóð þeirra og séð, hvernig García Lorca vinzar hið nytsama úr þeim öllum, en fylgir engum þeirra í blindni,“ segir Nadal í formálan- um, sem áður var getið. Þetta sama ár — 1921 — gengur García Lorca til smiðju, tekur með sér fyrri alda ljóðmálm lands síns, bræðir hann og hreinsar, unz alskír er, og blandar hann æðstu málmum erlendum. Og þegar hann gengur frá afli sex árum síðar, hefur hann gert kjörgripi, sem að efni og ytra hætti bera ættarmót fegurstu spænskra gersema frá fyrri tíð, en eru fágaðir til hins ýtrasta eftir ströngustu kröfum samtíma völunda í ljóðsmíði. Hann er þá orðinn fullþroska ljóðskáld, hefur ort ljóð, sem fáa eiga sína líka í spænskum bókmenntum, og maður á erfitt með að hugsa sér, að lengra verði komizt en García Lorca komst lengst í ljóðlist. Eins og áður, lagði hann rækt við leikritun jafnhliða Ijóðagerð, og um sama leyti og hann náði hátindi í Ijóðlist vann hann fyrsta stórsigur sinn sem leikritahöfundur. Tel ég nauðsynlegt að hafa þetta í huga, ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.