Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 47
UM GARCÍA LORCA
37
Fyrsta
ljóðabókin
listgreinir þróast á sama hátt, ekki aðskildar eftir samhliða línum, held-
ur eins og einn tvíþættur vaður: ljóðræn leikrit, leikræn ljóð. „Tálfiðr-
ildinu“ var frámunalega illa tekið af öllum nema nokkrum vinum höf-
undarins, sem viðstaddir voru frumsýninguna. Þeir klöppuðu eins og
lófarnir leyfðu í leikslok, en máttu ekki við margnum — leikritið var
„flautað niður“. Það var aðeins sýnt í þetta eina skipti og er nú með
öllu glatað, en rithöfundurinn Alfredo de la Guardia, sem var viðstadd-
ur þessa einu sýningu þess, hefur skrifað ýtarlega lýsingu á efni þess.
Árið 1921 kom út fyrsta Ijóðabók García Lorca.
Nefndist hún „Ljóðabók“ (Libro de poemas). Þetta
var úrval þeirra ljóða, sem hann orti á árunum 1918
—1920, samtals 67 ljóð. Bókin vakti litla athygli nema í hópi mennta-
manna, og blöðin minntust varla á hana. Eigi að síður er hún um marga
hluti hin merkasta. Efnislega ber hún flest almenn einkenni æskuljóða:
náttúruljóð, stemningar, ástaljóð oft með angurblíðum, stundum þung-
lyndislegum hreim; áhrif eru einnig greinileg bæði frá eldri og yngri
skáldum, innlendum og erlendum. En „mikilvægari... er sú staðreynd,
að í þessari bók birtast frumdrög að ljóðheimi García Lorca næstum
eins og hann leggur sig ... hún sýnir okkur, hvernig García Lorca þrosk-
ast á þessum viðsjárverðu árum, þegar spænsk ljóðlist velktist á bárum
allra þeirra „isma“, sem fylgdu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Við get-
um rakið slóð þeirra og séð, hvernig García Lorca vinzar hið nytsama
úr þeim öllum, en fylgir engum þeirra í blindni,“ segir Nadal í formálan-
um, sem áður var getið.
Þetta sama ár — 1921 — gengur García Lorca til smiðju, tekur með
sér fyrri alda ljóðmálm lands síns, bræðir hann og hreinsar, unz alskír
er, og blandar hann æðstu málmum erlendum. Og þegar hann gengur frá
afli sex árum síðar, hefur hann gert kjörgripi, sem að efni og ytra hætti
bera ættarmót fegurstu spænskra gersema frá fyrri tíð, en eru fágaðir
til hins ýtrasta eftir ströngustu kröfum samtíma völunda í ljóðsmíði.
Hann er þá orðinn fullþroska ljóðskáld, hefur ort ljóð, sem fáa eiga
sína líka í spænskum bókmenntum, og maður á erfitt með að hugsa sér,
að lengra verði komizt en García Lorca komst lengst í ljóðlist.
Eins og áður, lagði hann rækt við leikritun jafnhliða Ijóðagerð, og
um sama leyti og hann náði hátindi í Ijóðlist vann hann fyrsta stórsigur
sinn sem leikritahöfundur. Tel ég nauðsynlegt að hafa þetta í huga, ef