Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 49
UM GARCÍA LORCA
39
ist lengi í París og fékk þar á sig frægðarorð sem súrrealisti um og eftir
1930, en er nú búsettur í Ameríku. Salvador Dalí starfaði um þessar
mundir í Madrid og var mikið vinfengi með honum og García Lorca.
Það var hann, sem hvatti García Lorca til að halda áfram að mála eftir
að hann kom til Madrid, og Dalí átti frumkvæði að sýningu á málverkum
hans í Barcelona 1927.
Oðurinn til Dalí er ortur undir hinum klassíska hætti, hexameter.
Efnislega er óðurinn nánast fagurfræðileg stefnuskrá og um leið lista-
verk byggt á lögmálum hennar — það er „prófessor allra skilningarvit-
anna“, sem hér talar um list, og listin er hans eigin ræða.
„Oður íil hinnar heilögu kvöldmáltíðar“ (Oda al santísimo sacra-
mento del altar) er annað kvæði ort um sama leyti og undir sama hætti,
en ekki birt fyrr en 1928. Kvæðið er í tveimur köflum, er heita „Skýr-
ing“ og „Heimurinn“. Að nokkru má kannski skýra kvæðið sem persónu-
lega trúarjátningu eða -neitun, en í meginatriðum er það framhald
stefnuskrárinnar í óðnum til Dalís. García Lorca er hér enn að reyna að
skilja og skýra mannlífið og heiminn, ekki aðeins hinn skynræna, held-
ur einnig hinn dularfulla, yfirskilvitlega trúarheim, sem mennirnir hafa
skapað sér.
_ . „ Árið 1927 kom önnur ljóðabók García Lorca út, og
„Ccmciones
nefndist hún „Söngvar“ (Canciones). Ljóð þessi voru
öll ort á árunum 1921—1924 og voru þannig beint framhald æskuljóð-
anna, sem áður er getið. í bókinni voru alls 86 ljóð, en öll mjög stutt,
mörg aðeins ein vísa, og er bókin ekki nema 63 síður í heildarútgáfu á
verkum hans, sem gefin var út í Buenos Aires 1938. Efni er að mestu
sótt í þjóðkvæði Andalúsíu, en ytra form með nútímasniði, hnitmiðað
og fágað af listrænum hagleik. Hann hefur losnað undan þeim margvís-
legu áhrifum, sem svip sinn settu á fyrstu Ijóðabók hans — er orðinn
sjálfstætt skáld. Þessi smáljóð eru öll mjög tónræn, enda ort á þeim ár-
um, sem García Lorca var syngjandi skáld. Vísast er því, að enginn
njóti þeirra til fullnustu nema þeir, sem voru svo lánsamir að heyra höf-
undinn syngja þau eða „leika“. Hin leikræna ljóðæð García Lorca slær
hér sem í öðrum ljóðum hans — sum Ijóðin eru beinlínis í viðtalsformi
líkt og fornkvæði okkar ýmis. Bókin er í tíu köflum, og nefnist einn
þeirra „Söngvar mánans“, 7 smáljóð, sem eru eins og fyrirboði um hið
meistaralega eintal mánans í leikritinu „Blóðbrullaupi“, sem varð til ára-