Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 49
UM GARCÍA LORCA 39 ist lengi í París og fékk þar á sig frægðarorð sem súrrealisti um og eftir 1930, en er nú búsettur í Ameríku. Salvador Dalí starfaði um þessar mundir í Madrid og var mikið vinfengi með honum og García Lorca. Það var hann, sem hvatti García Lorca til að halda áfram að mála eftir að hann kom til Madrid, og Dalí átti frumkvæði að sýningu á málverkum hans í Barcelona 1927. Oðurinn til Dalí er ortur undir hinum klassíska hætti, hexameter. Efnislega er óðurinn nánast fagurfræðileg stefnuskrá og um leið lista- verk byggt á lögmálum hennar — það er „prófessor allra skilningarvit- anna“, sem hér talar um list, og listin er hans eigin ræða. „Oður íil hinnar heilögu kvöldmáltíðar“ (Oda al santísimo sacra- mento del altar) er annað kvæði ort um sama leyti og undir sama hætti, en ekki birt fyrr en 1928. Kvæðið er í tveimur köflum, er heita „Skýr- ing“ og „Heimurinn“. Að nokkru má kannski skýra kvæðið sem persónu- lega trúarjátningu eða -neitun, en í meginatriðum er það framhald stefnuskrárinnar í óðnum til Dalís. García Lorca er hér enn að reyna að skilja og skýra mannlífið og heiminn, ekki aðeins hinn skynræna, held- ur einnig hinn dularfulla, yfirskilvitlega trúarheim, sem mennirnir hafa skapað sér. _ . „ Árið 1927 kom önnur ljóðabók García Lorca út, og „Ccmciones nefndist hún „Söngvar“ (Canciones). Ljóð þessi voru öll ort á árunum 1921—1924 og voru þannig beint framhald æskuljóð- anna, sem áður er getið. í bókinni voru alls 86 ljóð, en öll mjög stutt, mörg aðeins ein vísa, og er bókin ekki nema 63 síður í heildarútgáfu á verkum hans, sem gefin var út í Buenos Aires 1938. Efni er að mestu sótt í þjóðkvæði Andalúsíu, en ytra form með nútímasniði, hnitmiðað og fágað af listrænum hagleik. Hann hefur losnað undan þeim margvís- legu áhrifum, sem svip sinn settu á fyrstu Ijóðabók hans — er orðinn sjálfstætt skáld. Þessi smáljóð eru öll mjög tónræn, enda ort á þeim ár- um, sem García Lorca var syngjandi skáld. Vísast er því, að enginn njóti þeirra til fullnustu nema þeir, sem voru svo lánsamir að heyra höf- undinn syngja þau eða „leika“. Hin leikræna ljóðæð García Lorca slær hér sem í öðrum ljóðum hans — sum Ijóðin eru beinlínis í viðtalsformi líkt og fornkvæði okkar ýmis. Bókin er í tíu köflum, og nefnist einn þeirra „Söngvar mánans“, 7 smáljóð, sem eru eins og fyrirboði um hið meistaralega eintal mánans í leikritinu „Blóðbrullaupi“, sem varð til ára-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.