Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 51
UM GARCÍA LORCA 41 smekkvísi. En þessi ljóðbylting Gongóra mætti litlum skilningi og engri hrifningu. Eins og oft vill verða, unnu aðdáendur hans honum hvað mest ógagn, einkum ungir vindhanar, sem vildu gutla við „gongórisma“, en nenntu ekki að brjóta til mergjar nýjungar, sem Gongóra færði spænskri ljóðlist. Árangurinn varð myrk þvogla, gersneydd hugsana- dýpt og listrænum vöndugleik Gongóra. Skuldinni var skellt á meistar- ann, og af þeim sökum var Gongóra langtum minni gaumur gefinn en hann verðskuldaði. En list hans lumar á miklum lífsþrótti, og kannski hefur hann aldrci verið meira metinn á Spáni en um þær mundir, sem 300. ártíð hans var hátíðleg haldin. García Lorca flutti í tilefni þessarar minningarhátíðar fyrirlestur við háskólann í Granada um „Myndlíkingar í Ijóðum Don Luis de Gongóra“. Erindi þetta er að vísu hinn bezti lykill að skáldskap Gongóra, en engu ómerkara sem heimild um manninn og skáldið, García Lorca, ljóðlist hans, viðhorf hans til lista almennt og persónulegt stríð hans við lista- manninn í sjálfum sér um þessar mundir. García Lorca var nýkominn úr smiðju, þegar erindi þetta var flutt. Hann hafði ort hin unaðslegu, andalúsísku „þjóðkvæði“ sín, sem mestra vinsælda hafa notið af verkum hans, og hann hafði náð fullkomnun í þeirri list. Hann stóð á sömu krossgötum og Gongóra hafði staðið, þegar hann hóf ljóðlistarbyltingu sína forðum. Á einum stað í erindinu segir hann —■ og talar þar greinilega af eigin raun: „Hvaða orsakir hafa getað legið til þess, að Gongóra hratt af stað ljóð- byltingu sinni? Orsakir? ... Maður á ekki að leita þeirra hjá samtíð- inni, heldur innra með honum sjálfum.... Krafan um nýja tegund feg- urðar og leiði á ljóðagerð samtímans ólu í brjósti hans kviknæma, nær óbærilega „krítíska“ viðkvæmni. Hann fékk næstum viðbjóð á ljóðlist. ... Hann gat ekki lengur ort ljóð í hinum gamla kastilíu-stíl... (hann var) þreyttur á liinu kastilíska, þreyttur á öllum „staðbundnum lit“ ...“ í þessum fyrirlestri segir García Lorca enn fremur: „Skáld verður að vera prófessor í hinum fimm skilningarvitum“ og „til að geta brugðið upp hvaða mynd sem er, verður skáldið að opna göng milli allra skilningarvitanna,“ geta notað þau öll samtímis. Og hann skilgreinir þessa kenningu sína enn nánar, meðal annars í hvaða röð skáldið verði að beita skilningarvitunum, þ. e. a. s. í þessari röð: sjón, tilfinning, heyrn, lykt, bragð. Séu leikrit og Ijóð García Lorca at-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.