Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 53
UM GARCÍA LORCA 43 eins og slokknað skáld. Hann orti ekki, einangraði sig, minntist ekki á fyrirætlanir sínar, hætti að lesa upp ljóð sín. Andlegar þrengingar af þessu tagi eru ekki fátíðar hjá listamönnum, sem náð hafa miklum ár- angri og stafa oftast af ótta um, að þeim takist ekki að endurnýja sig, endurfæðast. Það var í upphafi þessarar andlegu kreppu, sem García Lorca hélt fyrirlesturinn um Gongóra, þar sem hann segir, að Gongóra hafi verið orðinn þreyttur á hinu kastilíska, þreyttur á öllum „stað- bundnum lit“. Ef andalúsískur er settur hér í stað kastilískur, eiga þessi ummæli við um García Lorca sjálfan frá orði til orðs. Vinur hans, R. M. Nadal, hefur eftir honum önnur ummæli nokkru síðar, sem benda í sömu átt: „Ef menn eru að vonast eftir nýjum Sígaunadönsum, munu þeir fá að bíða lengi.“ Þessi andlega kreppa ágerðist eftir að bókin kom út. Honum fannst lofið og vinsældirnar ógna sjálfri tilveru sinni sem listamanns. Hann var að kafna og varð að komast burtu frá Spáni til að geta náð andanum, safnað þrótti til nýrra átaka, fundið list sinni nýjar þroskaleiðir. Skóld í New York Þrítugur að aldri réðst hann til utanfarar, og hafði þá aldrei komið út fyrir landamæri Spánar áður. Fyrir atbeina Fernando de los Ríos, sem tíu árum áður hafði greitt götu hans frá Granada til Madrid, lagði García Lorca nú leið sína frá Madrid — til New York. New York 1929—1930; risaborg úr stáli og steini gnæfandi yfir múglíf í fjötrum kreppunnar miklu — var hægt að læknast af sinni eigin kreppu í slíku umhverfi? García Lorca gerði það að minnsta kosti og eins fyrir því, þótt hann kynni að eigin sögn ekki orð í ensku og lærði hana aldrei! García Lorca var kominn hér í heim svo gjörólíkan öllu því, sem hann liafði áður þekkt, að jafnvel eymdin var með öðrum svip en hann átti að venjast. A Spáni var fátæktin á vissan hátt persónuleg fyrir hvern ein- stakan — í New York kynntist hann örbjarga múg. Allflestir spánverjar voru fæddir og uppaldir í lífrænum tengslum við náttúru og uppruna- legt líf — í New York var engin náttúra og ekkert náttúrlegt líf, ekkert gras, enginn lækur, ekki sjór, mold eða möl, engin kýr eða kind, ekki fugl eða fiskur, allt var tilbúið, gerviheimur. Á Spáni var menning svo forn, að enginn vissi, hvar elztu rætur hennar lágu — í New York var engin fornmenning, aðeins rótlaus aðlánuð þekking. Á Spáni var stór-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.