Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 56
46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tilraunir til að skapa lireint drama. García Lorca hefur verið kallaður
„dramatiker af guðs náð“, og með því hefur verið átt við, að „frum-
hlutar dramans, geðtjáning og leikur (det emotionella och det spekta-
kulára), væru honum í blóð borin“ (Gustaf Hilleström). Að því leyti
er þetta rétt sem það á við hinn skáldlega guðdómsneista. En að öðru
leyti má sjá, hvernig García Lorca leitast við að rekja dramað aftur til
uppruna síns, hreinsa það af öllu óviðkomandi. Og honum tókst það í
síðasta leikriti sínu e. t. v. betur en nokkru öðru leikritaskáldi 'á síðari
tímum, vegna þess að hann lagði í það alla sál sína og óhemju mikið
starf.
Ást
Don Perlimplíns
Hið fyrsta þessara leikrita heitir fullu nafni „Ást Don
Perlimplíns til Belísu í trjágarði hans“ (Amor de Don
Perlimplín con Belisa en su jardín), venjulega kallað
Ást Don Perlimplíns eða Ást Don Perlimplíns til Belísu. Þetta er almennt
talinn gamanleikur, og leikritið er meinfyndið á sprettum. En undir
niðri er Ást Don Perlimplíns alvarlegur leikur, meira að segja djúpur
harmleikur. Leikritið er örstutt — tekur aðeins eina klukkustund að
sýna það. Það er allt ljóðrænt og stór hluti þess í ljóðum, enda hcfur
það verið nefnt „leiksviðs-ljóð í fjórum myndum“. Leikritið minnir
mjög á óperettu, persónulýsingar eru ágripskenndar og mjög færðar í
stílinn. Efnislega fjallar það um gamlan piparsvein og bókaorm, Don
Perlimplín, sem giftist kornungri lostfagurri stúlku, Belísu, samkvæmt
samningi við móður hennar. En Don Perlimplín er orðinn of gamall til
að geta fullnægt sjálfri girndinni í konulíki. Belísa heldur fram hjá
honum með hverjum sem vill. Don Perlimplín kemst að þvi, og leikritið
endar á, að hann rekur sig í gegn fyrir augum hennar „til að gefa henni
sál,“ eins og hann kemst að orði. Ást Don Perlimplíns var fyrst sýnt í
Madrid 1933.
Skóarakonan
fagra
Annað þessara innsæju (expressjónistísku) leikrita
nefnist „Skóarakonan jagra“ (La zapatera prodigi-
osa), og var það sýnt í Madrid 1930 við góðar við-
tökur. Þetta er alþýðlegur, andalúsískur skopleikur og ekki ýkja merki-
legur að efni. García Lorca notar hér tónlist, söng, dans, liti og ljóð
hvað með öðru, svo að á köflum er þetta fremur ballett en leikrit. Hann
leggur sig í Uma til að gefa ímyndunarafli áhorfenda vængi og fá þá til
að hefja anda sinn úr duftinu og upp í listheima, gera þá að lifandi þátt-