Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 57
UM GARCÍA LORCA 47 Don Cristóbal takendum í leiknum. í leikbyrjun kemur höfundurinn sjálfur inn á svið- ið og rabbar við áhorfendur, reynir að komast í sem nánust tengsl við þá. Hann talar við þá í gamantón um, hvers þeir megi ekki vænta af sér sem leikritahöfundi og víkur síðan að því, hvernig þeir eigi að fara að því að njóta leiksins. Hann ymprar á kraftaverkum Krists — sams konar kraftaverk verða að gerast fyrir augum og í huga leikhúsgests, ef hann á að hafa full not af leikhúsför. Hann segir, að alls staðar megi greina andblæ sams konar Ijóðrænnar verðandi og hann sé að túlka. Hið þriðja af þessum leikritum, Don Cristobal (Re- tablillo de Don Cristóbal), er stuttur skrípaleikur, saminn fyrir brúðuleikhús, sýndur í fyrsta skipti í Madrid 1931. Leik- ritið hefst á stuttu ávarpi til leikhúsgesta, þar sem skýrð er sérstaða brúðuleikrita. Síðan kemur skáldið inn á sviðið og heldur forspjallinu áfram, áminnir börnin að vera stillt, konurnar að leggja saman blævængi sína og ungu stúlkurnar að taka ofan höfuðbúnaðinn, svo að allir geti séð og heyrt það, sem fram fer. Þegar Skáldið hefur lokið hinum tilætl- aða formála, skimar það flóttalega í kringum sig og stelst síðan til að halda áfram: „Ég skal segja ykkur, að ég veit, hvernig rósir lifna og stjörnur stíga upp úr djúpinu, en . ..“ Lengra kemst Skáldið ekki , þvi þá kemur Leikhússtjórinn inn, tekur af því orðið og setur ofan í við það fyrir ofmælgina. Skáldið er auðmjúkt og svarar öllum ávítum tveim orð- um: „Já, herra“ eða „Nei, herra.“ Þegar Skáldið og Leikhússtjórinn hafa ræðzt við um stund, hefst leikurinn. Aðalpersónan, Don Cristóbal, er nýbúin að kaupa sér brúði, Rositu að nafni, og hefur móðir hennar, skass hið mesta, setið hinum megin við samningaborðið. Hjónabandið gefst miður vel, því meðan Don Cristóbal sefur, leggur Rosita lag sitt við allar karlpersónur leiksins. Brátt koma óheppilegustu afleiðingar þessa hátternis í Ijós — Rosita elur fjórbura. Þá skilst Don Cristóbal, að hann hefur verið dreginn á tálar. Og þegar tengdamóðir hans ber það blákalt fram, að hann sé faðir barnanna, er honum loks nóg boðið, og hann ber kerlingarhróið til bana fyrir vörusvikin! Þegar García Lorca kom úr Ameríkuförinni 1930. dvaldist hann um skeið á sveitasetri föður síns, þar sem flest verk hans eru rituð. Þar fullgerði hann leik- rit, sem hann hafði byrjað á, meðan hann var á Kúbu, og nefndist það „Að fimm árum liðnum“ (Asi que pasen cinco anos). Það hefur aldrei Súrrealistísk leikrit
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.