Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 62
52 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þriðja alþýðuleikrit García Lorca er „Hús Bernörðu „ /í/ða“ (La casa de Bernarda Alba), oe er það síðasta Bernorðu Alba . . , . fullgerða leikrit hans. Hann lauk því tveimur mánuð- um áður en hann dó, og hafði lesið það upp fyrir vini sína, en það var ekki gefið út fyrr en 1946 og frumsýnt í París 1947. Síðan hefur það verið sýnt í öllum fremstu leikhúsum Evrópu og víðar og alls staðar verið talið einn merkasti leiklistarviðburður eftirstríðsáranna. „Hús Bernörðu Alba“ er um margt frábrugðið öðrum leikritum Gar- cía Lorca. í fyrsta lagi er það svo hreinræktað kvennaleikrit, að í því leikur enginn karlmaður. Litskrúði öllu er hér sleppt — leikritið er allt teiknað í svart og hvítt. Ytri sviðbúnaður er aðeins fjórir hvítir veggir og laus leiksviðsbúnaður mjög fábrotinn. Hljómlist er nær engin, ljóð engin nema stuttur uppskerusöngur, sem heyrist sunginn í fjarska, og í lokaþætti er dálítill ljóðstúfur — „póesía brjálseminnar“, sem svo hefur verið nefnd. Dans er enginn. Súrrealistiskra áhrifa gætir lítið sem ekki, og táknrænt innskot er ekkert. Hins vegar er leikurinn allur að miklu leyti táknrænn, það er að segja: persónurnar eru manngerðir, týpur, og persónulýsingar því mjög samþjappaðar. Gagnrýnendur ýmsir höfðu talið, að García Lorca væri „aðeins“ Ijóð- skáld, sem villzt hefði með ljóð sín upp á leiksviðið. Þótt fjarstæða slíkra fullyrðinga sé augljós við minnstu athugun, er ekki óliklegt, að García Lorca hafi viljað sýna með „Húsi Bernörðu Alba“, að honum var í lófa Iagið að gera snilldarleikrit án þess að notfæra sér Ijóðgáfu sína. Og vissulega tókst honum það. „Hús Bernörðu Alba“ er eins hreinræktað drama og beztu ljóð hans eru tær lýrik. Flestir dómbærir menn telja þetta fullkomnasta leikrit hans, þótt „Blóðbrullaup“ sé litauðugra lista- verk og meira hrífandi. Árið 1934 var aldavinur García Lorca, andalúsíski nautabaninn Ignacio Sánchez Mejías, rifinn á hol við nautaat í Mexíkó. García Lorca dáði þennan vin sinn meira en flesta aðra, enda var hann annálað glæsi- menni og gáfumaður hinn mesti. Fregnin um dauða hans fékk mjög á García Lorca, og hann orti um vin sinn eftirmæli, „Harmljóð um Ignacio Sánchez Mejías“ (Llanto por Ignacio Sánchez Mejías), eitt mesta snilld- arverk, sem eftir García Lorca liggur (gefið út sérprentað í Madrid 1935). HarmljóS um Ignacio Sánchez Mejías
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.