Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 63
UM GARCÍA LORCA 53 Spunakonan Rosita Þótt nautaat sé ekki mjög að geði okkar norðurbúa og við getum hugsað okkur virðulegra starf en vera nautabani, kemst maður ekki hjá því að dást að hetjunni og verða harmi lostinn yfir fráfalli hennar við lestur harmljóðsins. Orsökin er vitanlega sú, að bak við persónulegan söknuð skáldsins liggur eitthvað, sem alla snertir, al-mannleg viðbrögð við tveim höfuðandstæðum: hreyfingu og kyrrstöðu, vexti og stöðnun — lífi og dauða. García Lorca lýsir annars vegar vöðvastæltum líkama hins hrausta nautabana, lipurð hans, glaðværð og glæsibrag — hins veg- ar liðnu líki með brennisteinsgult andlit, stjarft í dráttum, og innan skamms byrja mosi og grös að opna blóm höfuðkúpunnar leiknum fingr- um. Dulræna dauðans er svo djúp og máttug í þessu kvæði, andstæða lífs og dauða svo nístandi sár, að maður er að lestri loknum fús til að freista þess að gráta griðungsbanann úr helju. í desember 1935 var nýtt leikrit eftir García Lorca frumsýnt í Barcelona. Nefndist það „Spunakonan, ungfrú Rosita“ (Doíía Rosita la soltera). Þetta er skopleikrit og gerist meðal millistéttarfólks í Granada á árunum 1890— 1910. LeikritiS er í ljóðum, og í því er mikið um dans og söng. Sumir hlutar þess eru hreinn ballett. „Spunakonan Rosita“ hefur verið talið fegurst af táknrænum ljóðaleikritum García Lorca. ÞaS er hárómantískt, og hafði García Lorca gefið því undirtitilinn „Mál blómanna". Ef til vill er ekkert af verkum García Lorca eins ópólitískt og þetta. Þó fór svo. að út af því risu pólitískar ýfingar. En til þess lágu aðrar orsakir: ÁriS 1934 höfðu andstæðingar lýðveldisins tekið að sækja í sig veðrið. And- stæðurnar milli þeirra og lýðveldismanna skerptust óðfluga, og átökin hörðnuSu. Allir voru dregnir í dilka — Hægri eða Vinstri. García Lorca neitaði aS láta merkja sig og gaf svohljóðandi yfirlýsingu: „Ég er stjórn- leysingi, kommúnisti, fríhyggjumaður, katólskur íhaldsmaður og kon- ungssinni.“ Og sannleikurinn var sá, að hann var næstum eins ópólitísk- ur í venjulegri merkingu og hægt er að vera Vinur hans R. M. Nadal segir, að hann hafi í innsta eðli sínu verið frjálslyndur og haft einlæga samúS með öllum bágstöddum, en aldrei tekið þátt í stjórnmálum og átt vini í öllum flokkum. En málið var þó ekki útrætt með þessari yfirlýs- ingu. Þjóðin elskaði ljóð hans og leikrit og manninn sjálfan, og lýð- veldissinnuð alþýða taldi García Lorca alltaf sinn mann. Vinstrimönnum þótti gaman að sjá skopazt að smáborgurunum í „Spunakonunni“, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.