Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 66
56 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fornu herrasetri, sem þá var í eyði. Var jarðvegurinn þakinn mölbrotn- um höggmyndum frá gamalli tíð. Vetrarsólin var að koma upp, og í morgunskímunni kom hann auga á lítið lamb á beit milli marmaraflís- anna í grasinu. En í sömu andrá kom hópur af svörtum svínum æðandi, réðst á lambið og reif það á hol fyrir augum hans án þess hann fengi að gert. Þetta er eins og þjóðsaga, og vel má vera, að hún sé það. En hvað sem því líður, kemur manni sagan ósjálfrátt í hug, þegar maður minnist ævi- loka skáldsins. Eftir því sem næst verður komizt, bar dauða hans þannig að höndum: Einhvern tíma skömmu eftir að borgarastyrjöldin hófst, brá Gar- cía Lorca sér í heimsókn til vinar síns, Rosales Vallecillo, sem var kaup- maður í Granada. Meðan hann var þar staddur, ruddust nokkrir her- menn úr liði Franco inn í húsið og höfðu hann burt með sér. Þegar hon- um hafði verið haldið í fangelsi fáeina daga, komu nokkrir fasistar í klefann til hans og buðu honum að koma með sér til að hitta mág sinn, Manuel Fernández Montesinos, sem var sósíalisti og hafði verið borgar- stjóri í Granada. Voru fasistar þá nýbúnir að myrða hann og höfðu dreg- ið lík hans um göturnar í Granada. García Lorca var skipað að setjast inn í bifreið, og stigu fasistarnir, sem voru vopnaðir byssum, inn í bifreið- ina líka og óku síðan af stað. Þegar komið var að kirkjugarðinum, nam bifreiðin staðar, og fylgdarmenn García Lorca skipuðu honum að stíga út. Allt í einu réðust þeir að honum og börðu hann með byssuskeftunum, og sem hann lá þar í blóði sínu, létu þeir byssukúlum rigna yfir líkama hans. Þannig lauk lífi eins unaðslegasta ljóðskálds og leikritahöfundar, sem uppi hefur verið. Hann var þá jafn-gamall og Jónas Hallgrímsson, þegar hann dó. Enski rithöfundurinn H. G. Wells, sem þá var formaður P.E.N.- klúbbsins, sendi Franco hershöfðingja skeyti, þar sem hann mótmælti ódæðinu og krafðist skýringa á þessu furðulega athæfi. Franco svaraði því til, að hann hefði aldrei heyrt getið um þetta mál. En fylgismenn hans virtust kunna betri skil á hlutunum, því að þeir fundu hjá sér köllun til að hlaða köst af bókum García Lorca og brenna þær á torginu, Plaza del Carmen, í Granada. Sumar sagnir herma, að García Lorca hafi verið látinn taka gröf sína sjálfur, áður en hann var myrtur. Gröf hans er óþekkt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.