Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 66
56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fornu herrasetri, sem þá var í eyði. Var jarðvegurinn þakinn mölbrotn-
um höggmyndum frá gamalli tíð. Vetrarsólin var að koma upp, og í
morgunskímunni kom hann auga á lítið lamb á beit milli marmaraflís-
anna í grasinu. En í sömu andrá kom hópur af svörtum svínum æðandi,
réðst á lambið og reif það á hol fyrir augum hans án þess hann fengi að
gert.
Þetta er eins og þjóðsaga, og vel má vera, að hún sé það. En hvað sem
því líður, kemur manni sagan ósjálfrátt í hug, þegar maður minnist ævi-
loka skáldsins. Eftir því sem næst verður komizt, bar dauða hans þannig
að höndum:
Einhvern tíma skömmu eftir að borgarastyrjöldin hófst, brá Gar-
cía Lorca sér í heimsókn til vinar síns, Rosales Vallecillo, sem var kaup-
maður í Granada. Meðan hann var þar staddur, ruddust nokkrir her-
menn úr liði Franco inn í húsið og höfðu hann burt með sér. Þegar hon-
um hafði verið haldið í fangelsi fáeina daga, komu nokkrir fasistar í
klefann til hans og buðu honum að koma með sér til að hitta mág sinn,
Manuel Fernández Montesinos, sem var sósíalisti og hafði verið borgar-
stjóri í Granada. Voru fasistar þá nýbúnir að myrða hann og höfðu dreg-
ið lík hans um göturnar í Granada. García Lorca var skipað að setjast inn
í bifreið, og stigu fasistarnir, sem voru vopnaðir byssum, inn í bifreið-
ina líka og óku síðan af stað. Þegar komið var að kirkjugarðinum, nam
bifreiðin staðar, og fylgdarmenn García Lorca skipuðu honum að stíga
út. Allt í einu réðust þeir að honum og börðu hann með byssuskeftunum,
og sem hann lá þar í blóði sínu, létu þeir byssukúlum rigna yfir líkama
hans. Þannig lauk lífi eins unaðslegasta ljóðskálds og leikritahöfundar,
sem uppi hefur verið. Hann var þá jafn-gamall og Jónas Hallgrímsson,
þegar hann dó.
Enski rithöfundurinn H. G. Wells, sem þá var formaður P.E.N.-
klúbbsins, sendi Franco hershöfðingja skeyti, þar sem hann mótmælti
ódæðinu og krafðist skýringa á þessu furðulega athæfi. Franco svaraði
því til, að hann hefði aldrei heyrt getið um þetta mál. En fylgismenn
hans virtust kunna betri skil á hlutunum, því að þeir fundu hjá sér köllun
til að hlaða köst af bókum García Lorca og brenna þær á torginu, Plaza
del Carmen, í Granada.
Sumar sagnir herma, að García Lorca hafi verið látinn taka gröf sína
sjálfur, áður en hann var myrtur. Gröf hans er óþekkt.