Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 78
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hinum megin. Undir rúminu er slatti af plötum, en hendurnar virðast hafa gleymt þeim. Þær eru aldrei snertar. Um það bil er suðan kemur upp í kastarholu listamannsins, hljóma tónar Gershwins; það bregzt varla. Og undan rúminu hoppar sú sem lít- ur eftir grammófónsplötunum, lítil gljábrún mús, og hlustar kurteis og þakklát á tónverkið. Kannske hefur hún eitthvað til að narta í á meðan. Að flutningi tónverksins loknum hoppar hún svo inn undir rúmið aftur; eina músin, sem eftir lifir af öllum þeim tugum, sem byggðu Storm- sveipsstaði áður en listamanninn bar að garði. Meiri snjór sóttur. Seilzt eftir æti, stundum með samskonar tilburð- um og verið sé að drýgja glæp. Pensli dýft í litarklessu á borði og nuddað utan í strigadúk. Grammófónsfjöður þanin í nafni amerísks tónsnillings sem dó í blóma lífs síns. Kastað grjóthörðum brauðmola í einstæðings nagdýr. Þagað. 3. Svo deyr eldurinn í stónni. Listamaðurinn skyggnist út um glugg sinn. Frostið er biturt, en rúð- ur haldast auðar, því það er strekkingur norðaustan. Málarinn treður regnbogalitri jakkaermi upp í rifu þar sem glerið hefur fallið úr. Degi er tekið að halla; það sést á birtunni, sem hverfur, myrkrinu, sem kem- ur. Engin klukka er til á þessum bæ. Og eldurinn ekki lengur í stónni. Það er verst. Af hverju þurfti eldurinn nú endilega að deyja? Var þetta ein teg- undin af óláninu í þessu lífi manns, eða var þetta bara vegna þess að listamaðurinn reyndist svo heill og óskiptur við köllun sína, að hann gleymdi eldinum, gleymdi að bregða sér fram í stofuna til að rífa spýt- ur úr þilinu? Nú kólnaði eldstóin svo undarlega fljótt, óhugnanlega, eins og í eldsins stað hefði verið tendraður sá bruni, sem logar á altari vetrarguðsins. Listamaður starir svörtum augum á svart stál. Hendurn- ar leita buxnavasanna. Augun halda áfram að blína í stálið, kalt, mis- kunnarlaust stál. Maðurinn skýtur upp kryppu og teygir fram hökuna, kinnfiskasoginn og fúlskeggjaður listamaður með prjónahúfu yfir skall- anum; og sýgur upp í nefið. I slíkum heimi stendur tíminn kyrr. Þegar ekkert hljóð heyrist langa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.