Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 78
68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hinum megin. Undir rúminu er slatti af plötum, en hendurnar virðast
hafa gleymt þeim. Þær eru aldrei snertar.
Um það bil er suðan kemur upp í kastarholu listamannsins, hljóma
tónar Gershwins; það bregzt varla. Og undan rúminu hoppar sú sem lít-
ur eftir grammófónsplötunum, lítil gljábrún mús, og hlustar kurteis og
þakklát á tónverkið. Kannske hefur hún eitthvað til að narta í á meðan.
Að flutningi tónverksins loknum hoppar hún svo inn undir rúmið aftur;
eina músin, sem eftir lifir af öllum þeim tugum, sem byggðu Storm-
sveipsstaði áður en listamanninn bar að garði.
Meiri snjór sóttur. Seilzt eftir æti, stundum með samskonar tilburð-
um og verið sé að drýgja glæp. Pensli dýft í litarklessu á borði og
nuddað utan í strigadúk. Grammófónsfjöður þanin í nafni amerísks
tónsnillings sem dó í blóma lífs síns. Kastað grjóthörðum brauðmola í
einstæðings nagdýr. Þagað.
3.
Svo deyr eldurinn í stónni.
Listamaðurinn skyggnist út um glugg sinn. Frostið er biturt, en rúð-
ur haldast auðar, því það er strekkingur norðaustan. Málarinn treður
regnbogalitri jakkaermi upp í rifu þar sem glerið hefur fallið úr. Degi
er tekið að halla; það sést á birtunni, sem hverfur, myrkrinu, sem kem-
ur. Engin klukka er til á þessum bæ. Og eldurinn ekki lengur í stónni.
Það er verst.
Af hverju þurfti eldurinn nú endilega að deyja? Var þetta ein teg-
undin af óláninu í þessu lífi manns, eða var þetta bara vegna þess að
listamaðurinn reyndist svo heill og óskiptur við köllun sína, að hann
gleymdi eldinum, gleymdi að bregða sér fram í stofuna til að rífa spýt-
ur úr þilinu? Nú kólnaði eldstóin svo undarlega fljótt, óhugnanlega,
eins og í eldsins stað hefði verið tendraður sá bruni, sem logar á altari
vetrarguðsins. Listamaður starir svörtum augum á svart stál. Hendurn-
ar leita buxnavasanna. Augun halda áfram að blína í stálið, kalt, mis-
kunnarlaust stál. Maðurinn skýtur upp kryppu og teygir fram hökuna,
kinnfiskasoginn og fúlskeggjaður listamaður með prjónahúfu yfir skall-
anum; og sýgur upp í nefið.
I slíkum heimi stendur tíminn kyrr. Þegar ekkert hljóð heyrist langa