Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 84
74 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nœrri kolavélinni. En listamaðurinn er þjáður. Og honum er þegar í stað vísað til sængur inni í herberginu, yljað ofan í hann og spurt hvað hægt sé að gera fyrir manninn. Hann vill fá að hvílast. Og gamla kon- an dregur sig í hlé, þegar listamaðurinn vill vera einn. Kötturinn, sá sem drap Stormsveipsstaðamýsnar, allar nema eina, hann snuðrar til málamynda utan í gestinn, finnur leggja frá honum óþægilegan kulda, og fer fram, þangað sem hlýjan er. 6. Listamaður vetrarríkisins skynjar veikan óm úr útvarpstæki á hillu fyrir ofan, hálfbiluðu. Gömlu hjónunum finnst ekki taka því að hafa það frammi. En þjáðum manni getur verið fróun að þessum veika ómi. Hann hlustar. Einmitt vegna þess að hljóðið er lágt, leggur hann eyrað við. Og hann þekkir þetta tónverk. Hann heyrði það í fyrsta skipti fyrir mörgum árum; erlendis: Glæstur salur, fólk í svörtu og hvítu, stór hljómsveit, frækinn hljómsveitarstjóri, sæti í stúku, og uppi yfir kristalshvelfing ótal Ijósbrigða. Þetta var algengur viðburður í lífi hans þá. Þá hafði hann alla fingur óskaddaða. Þá kenndi svarthærði Gyð- ingurinn efnilegum nemendum píanóleik og sá þeim fyrir frægð. Þá skipaði hljómborð þann sess í huga unglingsins, sem grár strigi hlaut síðar. Þá var maðurinn ekkert skrýtinn, ekkert miskilinn, að minnsta kosti ekki neitt að ráði; og ekki fátækur. Og ættin vildi, að hann spilaði, engu síður en hann sjálfur. Hinsvegar þegar hann tók upp á því að mála —- málverk sem hvorki voru tízkufyrirbæri né náttúrustælingar, heldur eitthvað annað, sem enginn leit við — þá lokaði ættin sínum húsum. Og útlandið, hljómlistin, frægðin, vinir hans, þetta hvarf hon- um; sumt skyndilega, annað smám saman og án þess hann vissi ná- kvæmlega hvar eða hvenær. Hann vaknaði einn góðan dag við það, að hann átti ekkert af því sem hann hafði áður átt, heldur annað og nýtt: vilja til að fórna sér fyrir nýja köllun. Hafði það ekki verið dásamleg handleiðsla forsjónar sem kom í veg fyrir, að hann yrði hljómlistar- maður — til þess að hann gæti helgað sig málaralist þess í stað? Og hafði hann ekki verið köllun sinni trúr? Hafði hann ekki seiglazt? Jú.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.