Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 84
74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nœrri kolavélinni. En listamaðurinn er þjáður. Og honum er þegar í
stað vísað til sængur inni í herberginu, yljað ofan í hann og spurt hvað
hægt sé að gera fyrir manninn. Hann vill fá að hvílast. Og gamla kon-
an dregur sig í hlé, þegar listamaðurinn vill vera einn. Kötturinn, sá
sem drap Stormsveipsstaðamýsnar, allar nema eina, hann snuðrar til
málamynda utan í gestinn, finnur leggja frá honum óþægilegan kulda,
og fer fram, þangað sem hlýjan er.
6.
Listamaður vetrarríkisins skynjar veikan óm úr útvarpstæki á hillu
fyrir ofan, hálfbiluðu. Gömlu hjónunum finnst ekki taka því að hafa
það frammi. En þjáðum manni getur verið fróun að þessum veika ómi.
Hann hlustar. Einmitt vegna þess að hljóðið er lágt, leggur hann eyrað
við. Og hann þekkir þetta tónverk. Hann heyrði það í fyrsta skipti
fyrir mörgum árum; erlendis: Glæstur salur, fólk í svörtu og hvítu,
stór hljómsveit, frækinn hljómsveitarstjóri, sæti í stúku, og uppi yfir
kristalshvelfing ótal Ijósbrigða. Þetta var algengur viðburður í lífi hans
þá. Þá hafði hann alla fingur óskaddaða. Þá kenndi svarthærði Gyð-
ingurinn efnilegum nemendum píanóleik og sá þeim fyrir frægð. Þá
skipaði hljómborð þann sess í huga unglingsins, sem grár strigi hlaut
síðar. Þá var maðurinn ekkert skrýtinn, ekkert miskilinn, að minnsta
kosti ekki neitt að ráði; og ekki fátækur. Og ættin vildi, að hann spilaði,
engu síður en hann sjálfur. Hinsvegar þegar hann tók upp á því að
mála —- málverk sem hvorki voru tízkufyrirbæri né náttúrustælingar,
heldur eitthvað annað, sem enginn leit við — þá lokaði ættin sínum
húsum. Og útlandið, hljómlistin, frægðin, vinir hans, þetta hvarf hon-
um; sumt skyndilega, annað smám saman og án þess hann vissi ná-
kvæmlega hvar eða hvenær. Hann vaknaði einn góðan dag við það, að
hann átti ekkert af því sem hann hafði áður átt, heldur annað og nýtt:
vilja til að fórna sér fyrir nýja köllun. Hafði það ekki verið dásamleg
handleiðsla forsjónar sem kom í veg fyrir, að hann yrði hljómlistar-
maður — til þess að hann gæti helgað sig málaralist þess í stað? Og
hafði hann ekki verið köllun sinni trúr? Hafði hann ekki seiglazt?
Jú.