Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 86
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Opið land . Lokuð menning
Margir bera kvíðboga fyrir framtíð íslenzkrar menningar. Sá ótti er
vissulega ekki ástæðulaus. Island, sem öldum saman hefur verið ein-
angrað, liggur nú í þjóðgötu. Nýir straumar flæða yfir þjóðlífið. Munu
þeir ekki drekkja hinni fornu arfleifð, spyrja margir.
Ef til vill er ótti íslendinga að einhverju leyti óþarfur. Er ekki al-
mennt lagður nokkuð þröngur skilningur í hugtakið menning? Þarf-
legt væri að reyna að skilgreina það, reyna að sjá hvert er eðli menn-
ingar, hvernig hún er samsett. Þá fyrst er unnt að greina hvar íslenzk
menning er stödd og hver rök eru fyrir hinum almenna ótta.
Tilraun sú er þó ýmsum annmörkum háð, ef til vill ókleif. Sitt er
hvað að njóta menningar, lifa undir merki hennar, og hins vegar að
skilja eðli hennar og samsetningu. Sá skilningur krefst víðrar yfirsýnar
og hlutleysis. Við þurfum að losna um stundarsakir undan þunga henn-
ar og líta á hana eins og hlut, utan við okkur sjálf. En menningin, sem
maðurinn lifir og hrærist í, er ekki einungis þungi, sem leggst á hann
utanfrá. Hún er samrunnin persónuleik hans og öllu sálarlífi. Hún
setur innsigli sitt jafnt á skynsemi sem tilfinningar. Iívernig er þá hægt
að skoða menningu sína í hlutlausu ljósi? Sú skynsemi, sem við viljum
skoða hana með, er skynsemi tiltekinnar menningar, sem sér og skynj-
ar á óhjákvæmilega hlutdrægan hátt.
Allir vita hversu erfitt er að þekkja sjálfan sig. Jafnerfitt er að þekkja
menningu sína, að svo miklu leyti sem hún er hluti af okkur sjálfum.
Við myndum einnig þurfa að velja henni stað meðal hinna mörgu
menningarfyrirbæra heimsins. Veljum við henni ekki ósjálfrátt æðsta