Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 92
82 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR loka bæði augum og eyrum fyrir ósköpunum, sem á dynja. Eða eins og Grímur Thomsen komst svo haglega að orði: ... I fornöldinni fastur ég tóri í nútíðinni nátt-tröll ég slóri.... Á þennan hátt getur menningin liðið undir lok. Stefna hennar var of fast mótuð, of sterk til að taka við nýrri reynslu. Ef til vill er rangt að tala um styrkleika í þessu sambandi. Sitt er hvað styrkleiki og ein- strengingsháttur. Sú menning er hins vegar sterk, sem býr yfir vissum sveigjanleika og getur þanizt út, án þess að missa form sitt. En það er hér sem annars staðar, að vandratað er meðalhófið og stutt öfganna á milli. Tilgangslaust er að fárast yfir orðnum hlut; raunveruleikinn hörfar ekki undan bölbænum. Eina úrræði menningarinnar, vilji hún lífi halda, er að laga sig að, gera upp reikninga sína og hreiðra um sig í nýju jafnvægi. Ég hef af ásettu ráði gengið fram hjá þeim möguleika, að menning geti liðazt sundur vegna stefnuleysis. Slíkt er að vísu ekki útilokað, og þess eru dæmi, að þjóðir eða þjóðabrot hafi smám saman gleymt fornri menningu sinni og tekið upp menningu nábúa sinna (acculturation). Hverri þjóð, sem á sterka og rótgróna menningu, er þó mest stolt í að varðveita hefðina, arfleifðina. Slíkt er nauðsynlegt að einhverju leyti, þó að það geti einnig orðið menningunni til falls, eins og reynt var að benda á. Tryggðin við hefðina á sér dýpri rætur og raunverulegri en stoltið eitt. Skulum við nú athuga þær aðeins. Persónuleiki hvers manns er til orðinn fyrir samverknað eðlisgerðar og umhverfis. Umhverfið setur manninum ákveðin takmörk, bendir honum á leiðir, en þvergirðir aðrar. Eðlisgerðin, upplagið, revnir einnig að hagga til umhverfinu og sverfa af því sárustu hornin. En umhverfi mannsins er flókið, tvíþætt; annar þáttur þess er samfélagið. — Þegar barnið fæðist, opnar það augun í ákveðnu samfélagi manna; af því á það að læra; eftir því á það að laga sig. Börnin alast því upp til tiltekinnar menningar, þar sem þegar eru til reglur um allt líferni, um allt mat fegurðar og raunveruleika. Samvizkan er ekki meðfædd náðargjöf eins og lengi vel var álitið. Hún fær innihald sitt frá þjóð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.