Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 95
OPIÐ LAND • LOKUÐ MENNING 85 skyni að svara þeirri spurningu höfum við nú reynt að skýra hugtakið menningu, leiða í ljós í hverju hún felst og við hvaða skilyrði hún get- ur blómgazt eða hrörnað. Bollaleggingar þessar hafa smám saman gef- ið okkur svar við spurningunni. Það er ástæða til að óttast um fram- tíð íslenzkrar menningar, ef hún reynist lokuð inni í sjálfri sér, stöðnuð, og ef hún gefur nútíma Islendingi ekki nægilega lipurt og sveigjanlegt hugsanaform til þess að skilja og skynja þann veruleika, sem hann lif- ir í. Við erum einnig þeirrar skoðunar, að íslenzkri menningu sé ekki svo mjög hætta búin af erlendum menningarstraumum. Ef það á fyrir henni að liggja að liðast sundur vegna þeirra áhrifa, er það vegna þess að hún býr ekki yfir nægum styrk til þess að hafna og velja það, sem eykur gildi hennar, án þess að hún glati undirstöðu sinni. Eg get ekki stillt mig um að minnast á að lokum, hvernig mér virð- ist ástatt um menninguna hér á landi. Því heyrist oft fleygt, að íslend- ingar séu mjög menntuð þjóð. Satt er það, að hér finnast vart ólæsir eða óskrifandi menn, nema fávitar séu. Menn þekkja allmjög deili á bókmenntum þjóðarinnar, sögum, kvæðum og fræðiskrifum. Menn vita margt um aðrar þjóðir og það sem gerist innan lands og utan. Ef þetta nægir lil þess að þjóð geti talizt menntuð, standa íslendingar framar- lega meðal þjóða. Þetta vil ég þó frekar nefna þekkingu en menntun. Menntunin er nær okkur en þekkingin; hún speglast í öllu atferli manns, klæðaburði, umgengni hans við aðra, hverri hreyfingu. Því er hægt að vera menntaður, án þess að búa yfir mikilli þekkingu. Fróðlegt er að bera saman í þessu tilliti þá kynslóð, sem nú er að hníga í valinn og þá, sem upp vex. Feðrum okkar og mæðrum var gjarnt að tala í kviðlingum, málfar þeirra bar oft furðu mikinn keim af Islendingasögum. Þeir heilsuðust og kvöddust á sérstæðan, íslenzkan hátt; siðferði þeirra og sjónarmið voru íslenzk einnig, jafnvel svo að okkur hættir til að undrast, þegar við rekumst á hinn gamla siðferðis- þroska og lífsspeki. Þessi kynslóð var því menntuð, hvert mat sem við leggjum á þá menningu. Athugum nú æskulýð landsins. Á þeim mikla mun, sem er á honum og eldri kynslóðinni, sjáum við hvar íslenzk menning er stödd. Við erum ekki lengur menntuð jijóð; við erum lærð, skólagengin þjóð. Það hefur ekki tekizt að láta menningu feðranna gegnsýra líf sona þeirra og dætra. Bilið á milli þess sem við vitum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.