Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 96
86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
annars vegar og þess sem við hugsum og gerum hins vegar, er orðið
geigvænlegt. Hverju er um að kenna? Mér skilst að það stafi að ein-
hverju leyti af því, að eldri kynslóðinni var ofviða að skilja, að til
þess að íslenzk menning gæti lifað í börnum þeirra, þurfti hún að taka
miklum breytingum, — laga sig að þeim straumhvörfum, sem hér
hafa orðið á síðustu áratugum. Nú er svo komið, að íslenzk menning
er orðin eins konar forngripur, sérkennilegur að vísu og mikils virði
sem slíkur, en hún er ekki lengur það lifandi afl, sem tengir þjóðina
saman og beinir henni veg til dáða.
Menning er alltaf alvarlegs eðlis, því að hún er lífæð þjóðar. Hún er
meira en skemmtilegt fræðagrúsk, kvæðalestur og tónlistardýrkun
þeirra, sem um helgar vilja varpa af sér áhyggjum virkra daga. Hún
er hluti af manninum sjálfum, gegnum hana skynjar hann allt sem er
og verður, sitt eigið líf. En menning er einnig skemmtileg, því að í
henni finnum við sjálfa okkur, í henni svífur andi okkar hæst. Það er
því vissulega ekki hughreystandi að heyra fjöldann allan af ungu fólki
segja um þá stofnun, sem mest hefur á oddinum varðveizlu íslenzkrar
menningar: IJtvarpið er of þungt, leiðinlegt. Ásökum ekki æskuna,
vissulega vill hún finna sjálfa sig og skynja tilveru sína eins og hún
hefur viljað á öllum tímum. Ef það sem íslenzkir menntafrömuðir bjóða
henni, væri henni hjálp í þessum efnum, myndi hún ekki kvarta. Þeir
geta hins vegar grátið þá firru sína að bjóða henni heim, sem ólíft er í.
Er ég þó ekki að seilast um hurð til lokunnar? Er menningarupp-
lausnin ekki einnig af öðrum rótum runnin? Getur siðleysi leitt af sér
menningu? Getur það jafnvel haldið henni í horfinu? Mér er nærri að
halda, að menning okkar sé að fölna, vegna þess að íslendingar hafa
sviki-ð sjálfa sig, vegna þess að ástin á landinu, ástin á þjóðinni er sett
skör lægra en ástin á gullinu.
Ottinn um að íslenzk menning sé að fara í hundana er því sannarlega
raunhæfur. En þorri manna misskilur eðli meinsemdanna. Margir
halda, að við verðum að kappkosta að halda stefnunni, fá æskulýðinn
til að tileinka sér sjónarmið og h'fsskoðanir feðranna, hvað sem það
kostar. Þeim er líkt farið og manni, sem stígur á bak gæðingi, en þorir
aðeins að láta liann fara fetið af ótta við að missa vald á honum. List
góðs knapa er aftur á móti sú að leyfa fararskjótanum að fara á kost-
um, en vera þó alltaf herra hans. íslenzkir skólamenn þora ekki að