Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aldanna slóð og boðar það ríki vorsins á jörð, sem í vændum er: Heyr óm þíns milda róms! — Inn í dróma svefns og eyði ber liljóm um aldur fram, hans þúsundraddaða klið — hinn gjalla lúðurþyt í fjallanna roðnu turnum, og kallið sem einmana deyr út í samfrosta þögn. En svo eru önnur kvæði, skorinorðari, aðsópsmeiri. Eins og til dæmis kvæðið SvaraS í sumartungl, sem engu kvæði er líkt að formsnilld sinni og orðspeki, mót- að og meitlað, eins og höggvið í granít- klett, greypt af skáldlegri snilli í um- gerð hinnar hugþekku sumartunglslík- ingar, sem mildar hina hrjúfu mynd og skapar henni listfenglegt jafnvægi skins og skugga. Sumartunglið, sem hér um ræðir, er „tungl“ hins mikla mannkyns- sumars, sem skáldinu segir hugur um og kalla má, að nú sé að hef jast á vorri plá- netu, og það er engin tilviljun, að þetta sumartungl er rautt, því að hvað skyldi það vera annað en sumar sósíalismans, sem því er ætlað að tákna? — Eða hið furðulega kvæði Herör, svo máttugt og mikilúðlegt, að tungan á ekki annað eins byltingarljóð. En jafnvel á þetta stranga kvæði bregður bjarma þeirrar mjúku Ijóðhygðar, sem Þorsteini er í blóð bor- in: Oss hlægir, hver sigur af hólmi ber! Oss hlægir, að þeyvindur þöll mun rugga — sæl móðir sveini rugga — í heimbyggð frelsingjans handan skugga. í þessum flokki er einnig Grajskrijt, magnþrungið kvæði, sem í stórfelldri sýn og af nærri því spámannlegri orð- kynngi lýsir áþján alls undirokaðs lýðs og ragnarökum kúgunarvaldanna, bregð- ur upp fyrirheiti endurlausnarinnar, framtíðarríkisins, nýs himins og nýrrar jarðar, er lokið er tíð þjáningar og ásóknar hins illa, og bætir svo við graf- skriftinni greyptri ljósu letri á bjargið, þann hinn gráa bergstuðul, sem eftir liggur á fömum vegi lýðsins, er áður var við hann f jötraður, svo sem legsteinn eða minnisvarði kúgaranna, tákn þess syndar gjalds, er þeir hafa fyrirbúið sjálfir sjálfum sér. Verður ólífsok, þótt öðrum baki, og gröf breið, þótt bræðmm taki, sjálfs syndar gjald. Njóti tign er galzt með tárum vorum og sæld keypt við sárum vorum verks sem vannst. Enn eru svo þau kvæði, þar sem skáld- ið harmar örlög þjóðar sinnar hlekkjaðr- ar í trölla höndum og hvetur hana til að vakna af dvalanum og hrista af sér álaga- haminn. Þar má til dæmis taka hið hyggjuþunga ljóð Draumvísu, sem bar upphaflega fyrirsögnina 5. október, ort í tilefni þess minnisstæða dags, stuttort, gagnort, hnitmiðað í formi, og ViS gam- alt lag, undurfagurt hugðarljóð, sem verður áður en lýkur að þróttugu bar- áttukvæði. Þessum flokki heyra í raun og veru líka snilldarkvæðin BróSir, ráddu drauminn minn, HörpukvæSi og Hrafnamál, sem bókin er heitin eftir, en segja má, að þar verði Þorsteinn fyrstur til að taka upp stíl fornra danskvæða vorra og vikivakakvæða í fullri alvöru og fyllilega listmætum tilgangi. Og hann hefur hér náð tóni þjóðkvæðisins tærum og tandurhreinum, en hafið þó jafnframt list þess í æðra veldi. Það sem í þjóð- kvæðunum var aðeins brotasilfur, verð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.