Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 122
112 ur hann einnig athugað mikið og skýrir vel skapgerð þeirra og uppruna. Formála hefur dr. Finnur Guðmunds- son ritað, og f jöldamargar ágætar teikn- ingar eftir höfundinn eru í hókinni. Yfirleitt er ekki annað hægt en mæla sterklega með þessari hugðnæmu bók í fyrirtaks þýðingu dr. Símonar, og vart held ég að nokkur þykist hafa verið svikinn þegar hann er búinn að lesa hana- Ild. St. írskar fornsögur ísl. þýðing og inngangur eftir Hermann Pálsson. Heimskringla, Rvík 1953. Encu vil ég spá um vinsældir þessara ævintýra meðal ísl. lesenda, en vel er til fundið af Máli og menningu að ráðast í útgáfu sem þessa. frsk áhrif á menningu og ætterni íslendinga verða tæplega ve- fengd, þótt ekki séu fræðimenn á einu máli um það, hve mikil þau áhrif séu. Það er því ekki vonum fyrr, að ísl. fræðimaður tekur sér fyrir hendur að nema írska tungu og kynna okkur írska menningu. Ber slíkt að þakka sem vert er. Utgefandi gerir í inngangi grein fyrir aldri og uppruna írskra fornsagna. Eru þær ævafornar að stofni og taldar rekja að nokkru upphaf sitt til sannsögulegra atburða, er gerðust níu öldum fyrir ís- lands hyggð. Bera þær með sér, að þær hafa lifað lengi í munnlegri geymd. Hafa þær glatað þeim sannfræðilega blæ, sem er aðalsmerki flestra ísl. forn- sagna. Þess í stað hafa þær fengið á sig yfirbragð ævintýra og þjóðsagna. Er TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR margt þama um tæran og fagran skáld- skap. Það lætur að líkum, að mikla nærfærni og smekk hefur þurft til að gefa þessum sögum viðeigandi ísl. bún- ing. Má nefna sem dæmi, að íslenzkuð eru öll heiti og ömefni, og fæ ég ekki betur séð en að það hafi víðast hvar tekizt með ágætum. Yfirleitt er þýðingin vel gerð og málið víða Ijóðrænt og fag- urt. Er stfllinn mjög bóklegur sem vera ber, en þó bregður víða fyrir óbrotnu talmáli. Mætti það helzt að þýðingunni finna, að hún er sums staðar óþarflega fornyrt, en tilsvör á hinn bóginn nokkuð hversdagsleg, þar sem unnt hefði verið að ná eðlilegu málfari með dýrara orða- vali. Gildir þetta þó ekki jafnt um allar sögurnar og setur alls ekki svip á þýð- inguna f heild. Er unun að lesa marga kafla fyrir málfegurðar sakir og hið lið- aða mál bókarinnar er bæði tígulegt og skáldlegt. Eftirförin eftir Díarmíði og Grönju er lengsta sagan og tekur yfir helming bók- arinnar. Er það ævintýri þeirrar tegund- ar, sem oft heillar hugi unglinga á hinu skáldlega aldursskeiði. Ævintýri Kor- maks og þáttur af Bala fagurmála em Ijóðrænar perlur. Margar kynjaverur getur um í sögum þessum og margt er furðulegra atburða eins og í ævintýrum er títt. Hefði að skaðlausu mátt rita nokkru ýtarlegar í inngangi um efnivið sagnanna. Er þarna um mörg forvitnileg efni að ræða. Sam- anburður á lífsskoðun og siðgæðishug- myndum írskra og íslenzkra fornbók- mennta væri einkar fróðlegur. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að við fáum meira að heyra um forna írska menningu og þá kvísl hennar, sem til ís- lands hefur runnið. / p
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.