Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 15
NÓBELSHÁTÍÐIN
í stóra strætisvagna; er nú ekið til
ráðhúss borgarinnar, en þar býður
nóbelsstofnunin til veizlu. Ráðhúsið
er trúlega víðkunnasta bygging Stokk-
hóbnsborgar, reist á árunum 1911—-
1923 úr dumbrauðuin, handhöggnuin
tígulsteini og úr einu horninu rís mik-
ill, fagurlagaður turn. Veizlan er hald-
in í tveimur aðalsölum ráðhússins,
Bláa skálanum (sem raunar er alls
ekki blár en átti að vera það) og
Gullna salnum. Blái skálinn er eins-
konar húsagarður, yfirbyggður, og
nær upp að þaki ráðhússins, en uppi
á miðjum vegg eru dyrnar inn í
Gullna salinn og er gengið upp miklar
tröppur, en svalir eru á endilöngum
veggnum. í Gullna salnum eru veggir
allir þaktir mósaík með táknmyndum
og atburðamyndum úr sögu Svíþjóð-
ar, en grunnurinn er gullinn og Ijóm-
ar í bjarmanum frá flöktandi kerta-
ljósum. Eftir endilöngum sal er að
þessu sinni mikið langborð og 19
þverborð út frá því, og er næsta
þröngt setinn bekkurinn; gestirnir eru
alls 778 talsiris. Við langborðið sitja
konungshj ónin, nóbelsverðlaunamenn
og annað mannvirðingafólk. Halldór
hefur að sessunautum Margréti prins-
essu og frú Erlander, konu sænska
forsætisráðherrans, en hjá Auði sitja
Wilhelin prins og du Vigneaud, verð-
launamaðurinn í efnafræði.
Borðhaldið er virðulegt og kurteis-
legt í samræmi við langa erfðavenju
og enginn óhóflegur íburður í veit-
ingum; það er mælt fyrir minni kon-
ungs og skálað fyrir honum, einnig
fyrir minni Nobels og verðlauna-
manna í ár; það er flutt tónlist sem
tengd er heiðursgestunum: allt í einu
hljóma tvö íslenzk þjóðlög, Vinaspeg-
ill og Ég veit eina baugalínu; einnig
kemur stúdentakór og syngur. Allt er
þetta formfast og hátíðlegt, en það
er ekki fyrr en borðhaldinu er lokið
og kaffi býðst að mennsk og einlæg
rödd hljómar í þessu samsæti: nóbels-
verðlaunaskáldið Halldór Kiljan Lax-
ness flytur ræðu sína. Á samri stundu
er allt tildrið horfið, allur þessi ytri
virðuleiki, og í staðinn hljómar okk-
ur boðskapur um manngildi og mann-
úð. Þetta er fögur, óbrotin ræða og
áhrifavald hennar hlýtur að marg-
faldast á þessum stað, þar sem hin
ytri verðleikatákn virtust skipa önd-
vegi; hún er þökkuð með áköfu lófa-
taki. Síðan flytja aðrir nóbelsverð-
launamenn ávörp með kurteisissniði.
Að borðhaldi loknu ganga gestir út
á svalirnar fyrir utan Gullna salinn,
en þá er Blái skáhnn fyrir neðan orð-
inn fullur af stúdentum sem hylla
verðlaunahafana með ræðu og söng
og fánakveðju. Síðan slást stúdent-
arnir í hópinn og það er stiginn dans
af miklu fjöri fram yfir miðnætti.
Um nóltina, þegar ég var orðinn einn
í hótelherbergi mínu, fór mér líkt og
Halldór lýsti í ræðu sinni, mér varð
ekki svefnsamt, hugsanirnar héldu
5