Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR rneðferð ljóða, sem ég hef mætur á. En eins og ég sagði áðan sé ég hlut- ina frá mínum bæjardyrum, og ég veit vel að svo er margt sinnið sem skinnið. Sem betur fer er kvæðaflutningur sumra kunnáttuinanna mér til óbland- innar ánægju, en ég er sannfærður um að ýmsum þeirra sem við fram- sögn fást, væri hollt að leita vandlega hins gullna meðalhófs um formsmeð- ferð og efnismeðferð. Hrynjandi kvæðis og háttur þess eru í mínum eyrum mjög snar þáttur í hinum ljóðræna þokka. Þetta vil ég ekki fara á mis við. Eg vil heyra und- irspil formsins, veikt eða sterkt eftir því sem við á, bak við efnið. Það er forn siður að rita kvæði og prenta á aðra lund en óbundið mál. Stundum hefur þó verið út af þessu brugðið. Mér dettur í hug sem dæmi íslenzk söngbók frá 1911, sem margir munu kannast við. Þar eru mörg fall- eg kvæði. En mikill finnst mér mun- urinn, hve þéssi sömu kvæði sóma sér betur rituð eða prentuð með hinu hefðbundna kvæðasniði. Á sama hátt finnst mér allur fjöldi kvæða njóta sín stórum betur í flutningi, þegar formi þeirra eru gerð viðunandi skil. Vel ort kvæði er ein órofa heild sem ekki verður beinlínis aðgreind í efni og form. Ég held mig mest við formsatriðin vegna þess að mér finnst þau einatt eiga sér formælendur fá, og ég tel mig fulltrúa þeirra mörgu ljóðaunnenda, sem hafa alizt upp við hefðbundna ástundun kvæðanáms og kvæðalesturs, og hafa tekið órofa- tryggð við hið bundna mál. Þá kem ég að öðru atriði um flutn- ing kvæða sem ég verð að telja víta- vert, en það er að fara rangt með. Slíkt getur borið að með ýmsu móti. Ég bregð upp tveimur dæmum. Vandasöm dróttkvæð vísa er flutt í útvarp. Flytjandinn hefur mál sitt með miklum móði, en rekur fjótt í vörðurnar, hjakkar á orðum og rang- færir. Svo virðist sem hann kunni alls ekki vísuna, og má þá fara nærri um skihiinginn. Ég er ekki frá því að undirbúningurinn hefði mátt vera snöggtum betri og móðurinn ívið minni. Það er ófyrirgefanlegt virð- ingarleysi, bæði við höfund ljóðs og áheyrendur að láta slíka vanrækslu koma fram í flutningi svo að segja fyrir allra eyrum. Annað dæmi: Þjóðkunn ferskeytla er flutt í útvarp. Stuðlum er brenglað, en merking raskast þó ekki. Flutn- ingsmaður afsakar sig ekki, veit ef til vill ekki hvað honum hefur orðið á. Ég ætla nú ekki að hafa yfir það dæmi, sem ég átti þarna við, heldur annað, sem er hliðstætt, og ég fer með vísuna hæði rétta og ranga: Þegar landsins þorna mið og þrjóta vinatryggðir á ég veröld utan við allar mannabyggðir. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.