Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann vill berjast gegn grimmdinni, miskunnarleysinu, spillingunni í mannlegu samfélagi, en verður þvert á móti til að styðja persónugerving siðspillingaraflanna: sjálft keisara- veldið. Engum var meiri hagur í efl- ingu kristninnar á kostnað þjóðfé- lagslegra byltingarhugsjóna en ein- mitt keisarastjórninni. Hógværð hjartans var ákjósanlegasti eiginleiki rússneskrar alþýðu sem böðlar henn- ar gátu hugsað sér. Svo sjáum við þá þennan rússneska skáldjöfur berjast sinni vonlausu bar- áttu við mylluvængi, þjáðan af sjúk- dómum og hundeltan af sporhundum fátæktarinnar. Keisarastjórnin launar honum með því að gera málgagn hans upptækt „vegna misskilnings“. í hverju skáldverkinu af öðru teflir Dostojefskí fram kærleika gegn skyn- semi, auðmýkt gegn sjálfsvitund, trú gegn vísindum. Jafnvægi sálarinnar er mikilvægara en jafnvægi efnahags- lífsins. Handleiðsla Krists haldbetri en forsjá mannanna. Að hans áliti er Evrópa á barmi glötunar vegna „sið- spillingar“ sem sprettur af iðnþróun og kapphlaupi stéttanna að kjötkötl- unum. Bjargráðið er Kristur. Sjálfur er hann á stöðugu kapphlaupi við ör- birgðina, oft gripinn æði fjárhættu- spilarans, flogaveikin gerir honum líf- ið grátt og taugar hans eru þandar til hins ýtrasta. Hin smávægilegustu at- vik koma honum úr jafnvægi. Hann hýsir þverbrotna skapgerð og sálarlíf hans er vettvangur þrotlausra hjaðn- ingavíga milli góðs og ills. Það er langt frá því að hann eigi sjálfur þá kristilegu auðmýkt og rósemi hugans sem hann prédikar. Og þessvegna verður hver ný bók persónuleg glíma hans við sjálfan sig, kappskák eftir kappskák milli „svarts“ og „hvíts“ — upp á líf og dauða. Með hverri nýrri bók virðist hann þurfa að sannfæra sjálfan sig upp að nýju um að sjón- armið hans sé rétt. Og sigur hins góða í bókarlok virðist alltaf jafn stórkost- legt afrek. Eins og að líkum lætur skipa þjóð- félagslýsingar ekki mikið rúm í skáld- skap Dostojefskís. Sálin, sálarlífið var höfuðviðfangsefni hans. f skáldskap hans birtist tilfinningalífið nakið og afhjúpað, og að mestu laust við þær hömlur sem hversdagslegt samlíf leggur á viðbrögð venjulegs fólks. Stundum rýnir hann svo djúpt niður í hinn margbrotna vef mannlegs sálar- lífs að lesendunum finnst nóg um. Hinir einstöku þættir virðast stækka, séðir svo fast við augað, — verða ýktir, sjúklegir. En snilld Dostojefskís er fólgin í því að hlutföllin raskast ekki. Sálarlíf persónanna er mennskt: það lýtur þeim lögmálum sem við þekkjum og viðurkennum, hversu óhrjálegt sem það kann að vera. Meðal stórskálda heimsins hefur Dostojefskí þá sérstöðu, að enginn höfundur hefur sýnt okkur dýpra inn í afkima mannlegrar sálar. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.