Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 70
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ein skipti máli. Nú taldi hún sinn að- komutíma upprunninn, sótti í ljósið og vildi fleygja af sér móðurhylkinu. Hún ól sig svo til sjálf, réðst með of- forsi til sóknar á hið þrönga móður- skaut og naut tæpast nokkurs stuðn- ings frá henni, sem sæl hafði getið hana í móðurkviði, nært hana með lífi sínu, en fékk nú ekki fætt. Kerlingin þuldi yfir henni særingar, gaf henni holl ráð um að halda limum sínum í réttum stellingum, sagði henni hvern- ig hún ætti að anda og hvernig hún skyldi lyfta höku og kné, en ekkert stoðaði. Kvalahviðurnar sópuðu burt allri tilhögun og hin þjáða kona velt- ist í krampaflogum á beði sínum, kaldur svitinn bogaði af henni, var- irnar helbláar og blóðmarkaðar. „Æ- i, æ-i!“ kveinaði hún, og ákallaði til skiptis guði Babels og guð síns barns- föður. Það var komin nótt og silfrað- ur nökkvi mánans sigldi yfir fjöllun- um. Sængurkonan vaknaði úr ómegin og sagði: „Rakel er að deyja.“ Allt kvenfólkið, sem nærstatt var, Lea, móðurambáttirnar og aðrar, sem hleypt hafði verið að beði hennar, rak nú upp hrinur miklar og fórnaði höndum til himins í bæn. Síðan hófu þær með tvíefldum krafti að þylja bænir og særingar fábreyttum tónum, er líktust suði í býflugum. Jakob sat undir höfði hinnar helsjúku konu. Eftir langa þögn sagði hann, og rödd- in var hljómlaus: „Hvað ertu að segja.“ Hún hristi höfuðið og reyndi af veikum burðum að brosa. Hviðan var liðin hjá, líkast því að lífssóknarinn væri nú að ráðgast um við sjálfan sig í holi konunnar. Þegar ljósmóðirin sagði það góðs vita að hlé varð á hríðunum og mundi haldast góða stund, stakk Jakob upp á að sæta færi og búa burðarsæng handa Rakel svo hægt væri að flytja hana hinn stutta spöl, sem ófarinn var til Bet-Lakem og leita þar gistihúss. En Rakel vildi það eigi. „Hér hefur upphafið orðið, hér skal það fullkomnað," sagði hún og var erfitt um inál. „Og hver veit hvort nokkurt rúm er handa okkur í gisti- húsinu? Henni ljósu minni skjátlast. Nú skal ég vera voða dugleg að fæða, svo að ég geti gefið þér annan son. Jakob, bóndi minn.“ Um dugnaðinn mátti hún grómt um tala, vesalingurinn, og hún lét heldur ekki blekkjast af hreystiyrðum sjálfrar sín. Hún hafði þegar sagt leyndustu hugsanir sínar og vissu og gaf hið sama aftur í skyn síðar um nóttina, er hún milli harðra hríða og bleik um varir stundi því upp, hvaða nafn skyldi gefið syni sínum öðrum. Hún spurði Jakob álits um þetta og hann svaraði: „Sjá, hann er sonur hinnar einu Sönnu, og því skal hann heita Ben- Jamín — hamingjusonur.“ „Nei,“ sagði hún lágt. „vertu mér 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.