Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 85
STJÖRNUR HIMINSINS Ganiall maður liggur andartak kyrr. Hann getur ekki staðið upp. En ket brotnar ekki, ljúffengt hangiket getur ekki brotnað. Bollinn og flaskan. Gler og leir brotna, þótt hvorki beri það vott um gæfu né lukku. Gamall maður veltir sér upp á oln- boga og tekur að tína saman ketbit- ana. En það eru glerbrot í bitunum. Hann sér illa, en finnur brotin. Reynir að tína þau úr, sker sig í fingurna. Leitar og leitar. Þessum bitum getur hann ekki stungið upp í litla munna. Kannski er hægt að ná brotunum burtu, og kannski hefur honum tekizt það. En hann er ekki viss, -—- og ef hann styngi nú glerbroti upp í lítinn munn, sem trúir pabba sínum. Og gamall maður fer að gráta. Alls staðar eru glerbrot, og hann hamast við að tína og tína, löngu eftir að hann hefur misst þrótt til að rísa á olnbogunum. Og það blæðir úr litlum munnum, — blæðir og blæðir, — og pabbi get- ur ekki náð brotunum, sem hann stakk upp í sína litlu vinnumenn, — stúfana sína, sem héldu, að hann væri að gefa þeim mat. Og þegar ekki er meira að blæða, þá hættir að blæða. Ennþá getur þó gamall maður vagg- að til höfðinu, en hann getur ekki lyft því frá gólfi. Glær vökvi úr grænni flösku hefur að mestu horfið niður um rifur. Þetta blessað tár. Kannski gerir blekkingin mann ró- legan. Kannski — og þó sér maður stund- um gegnum blekkinguna. Og gamall maður getur harkað af sér, þótt hann geti ekki lyft höfði. Það er undur mjúkt að liggja á gólfi. Maður gerir ekki miklar kröfur, þegar litlir vinnumenn pabba síns eru horfnir og fyrir engan er að gera kröfur. Þá hættir jafnvel gamall maður að gera kröfur til sjálfs sín. Gamall maður er rólegur. Hverju varðar, hvernig fer um þann, sem ekki hefur einu sinni vit á að svíkja sína Ljósavelli, — jafnvel ekki eftir að allir hans eru gengnir, og þótt góðir menn vilji hjálpa honum? Nú var ekkert blessað tár. En gamall maður er rólegur. Gamall maður hefur fylgt öllum sínum yfir heiði. Stundum var förin þung með litla vinnumenn pabba síns, — en þyngri þó án þeirra. En þetta land var þeirra land, — og til voru menn, sem héldu, að hann brygðist sínum Ljósavöllum. Þú átt enga Ljósavelli, sögðu þeir. — Það erum við, sem eigum það, við! i 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.