Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 105
UMSAGNIR UM BÆKUR
orkn til þess að skyggnast í hin óguðlegu
fræði marxista? Það hefði þó varla þurft
að verða sálarháski fyrir slíkan mann.
En þrátt fyrir það þótt Schweitzer sé auð-
mjúkur og sakfelli engan, er æviferill hans
himinhrópandi ásökun á alla nýlendukúgun.
Sjálfnr er hann alger andstæða hinna gráð-
tigu, tillitslausu fjáraflamanna sem ætíð
þyrpast til nýlendnanna og hugsa um það
eitt að hagnast á menningarleysi og eymd
blökkumanna. Og raunar fékk Schweitzer
að þreifa á því að nýlendustjórnin var sann-
ur fulltrúi þeirra, þar sem hún hneppti hann
sjálfan í varðhald, flutti hann sem tukt-
hússlim heim til Frakklands og lagði þar
með líknarstarfsemi hans í rústir.
En vegna þess, hve hógvær Schweitzer er
og laus við tilhneigingu til að dæma aðra
og gera þeim neitt á móti, er mótsögnin
ennþá skarpari. Er því óvíst hvort honum
hefði unnizt meira, þótt hann hefði hrópað
á strætum og gatnamótum, en með hinni
hógværu framkomu sinni. Af honum mega
allir hugsjónamenn læra það, að hljóðlátt
starf málum til framdráttar er oft meira
virði en stórorðar ræður og þungir áfellis-
dórnar, gott fordæmi veigameira en eggj-
unarorð og átölur.
Skúli Þórðarson.
sæmandi vinnuskilyrðum, sem þó eru frum-
skilyrði þess að hann geti framkvæmt
líknarstarf sitt. Hverjum var þó skyldara en
Frökkum sjálfum, sem hirtu arðinn af vinnu
svertingjanna fyrir áfengi og allskonar rusl,
að bera kostnaðinn af starfsemi Schwei-
tzers? Nú er sízt vafi á að hann skorti
hvorki djörfung né einurð til að bera frarn
svo sjálfsagðar kröfur, en það gerði hann
þó ekki, eða þess er a. m. k. ekki getið í
ævisögunni.
Eftir að Schweitzer kom aftur til Evrópu
sem fangi Frakka í stríðslokin var hann
brátt leystur úr varðhaldinu og fór þá á
næstu árum um Norðurálfu þvera og endi-
langa til að safna fé til fyrirtækis síns.
Hann náði miklum árangri vegna hæfileika
sinna og frægðar sem tónlistarmaður.
Þá virðist honum einmitt hafa boðizt
gott tækifæri til að hefja áróður fyrir bætt-
um stjómarháttum í frönsku Miðafríku, því
að samkvæmt hans eigin sögn vom þó hinir
hvítu valdhafar þar aðalbölvaldar svertingj-
anna, og allt hans líknarstarf var í rauninni
unnið fyrir gýg, ef ekki var hægt að upp-
ræta aðalorsökina til ófamaðar blökku-
mannanna. Hví notaði hann ekki þetta
ágæta tækifæri til að hella úr skálum reiði
sinnar og ásaka hina samvizkulausu okrara
og brennivínssala, verkfæri andskotans?
Hvað myndi ekki meistari Jón hafa gert í
hans spomm?
En hver er hin eiginlega orsök til hlé-
drægni hans á þessu sviði? Er hún ekki
fyrst og fremst sú að hann skorti áhuga, að
hugur hans hafi aldrei beinzt verulega að
þjóðfélagsmálunum, að hann hafi aldrei
gert sér rétta grein fyrir meginorsökum
heimsveldastefnu, nýlendukúgunar og styrj-
alda. Hefur hann ekki þegar á námsárunum
lokazt fullmikið inni í völundarhúsi teólógí-
unnar? Myndi það ekki hafa víkkað meira
sjóndeildarhring hans, ef hann hefði notað
nokkum hluta af sinni tröllauknu náms-
Ivar Eskeland:
Halldór Kiljan Laxness —
Menneske og motiv
Fonna Forlag. Osló 1955.
að er fátítt að skáld nái þvílíkri viður-
kenningu í lifanda lífi, að um verk
þeirra séu skrifaðar þykkar bækur; enn fá-
tíðara að höfundar skipi svo veglegan sess
áður en þeir hafa náð sextugsaldri. Hitt
mun einstætt að erlendir fræðimenn verði
fyrri samlöndunt fimmtugs höfundar að
fjalla um verk hans sem heimsbókmennta-
95