Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 5
Sókn hafin að nýju
Þann 30. apríl s.l. undirrituðu liandhafar forsetavalds íulla sakaruppgjöf til handa
þeim 20 mönnum, er dæmdir voru hæði í undirrétti og hæstarétti vegna þátttöku í
atburðunum við Alþingishúsið 29. marz 1949, er Alþingi samþykkti inngöngu Islands í
Atlantshafsbandalagið. Eftir átta ár er nú unninn fullur sigur í þessu máli, og Tímaritið(
vill af því tilefni úska þeim mönnum til hamingju, er öll þessi ár hafa orðið að þola hina
ranglátu dóma, en nú hafa hlotið fulla uppreisn, og einnig öllum þeim þúsundum Islend-
inga, sem studdu með undirskrift sinni og á annan hátt kröfuna um sakaruppgjöf.
Allt frá því Islendingar fengu dómsvald að fullu í sínar hendur, hafa engir dómar
hrotið jafn ótvírætt í bág við réttarvitund þjóðarinnar sem þeir, er nú hafa loks verið
ógiltir, og þeirra mun lengi verða minnst sem varnaðar gegn því, að dómstólar landsins
láti glepjast af hamförum púlitísks ofstækis.
Það mundi hafa þótt kaldhæðnisleg hrakspá, ef það hefði verið sagt fyrir við vöggu
íslenzka lýðveldisins 1944, að eftir fimm ár rnundu íslendingar, þjóð, sem með naumind-
um slapp lifandi úr sex alda nýlendukúgun, vera orðinn aðili að hernaðarbandalagi allra
örgustu nýlendukúgara heimsins. 1949 er íslenzku þjóðinni jafnfjarri skapi og nokkru
sinni fyrr að blanda sér í átök stórvelda. Hlutleysisstefnan var enn sem fyrr hin eina
hugsanlega stefna Islands, og þjóðin var því sem steini lostin, þegar flokkar, er annars
höfðu meirihlutafylgi að baki sér, sneru við blaðinu í þessu máli fyrirvaralaust að kalla
og hófu hatramman áróður fyrir því, að hin óvopnaða og friðsama þjóð vor gerðist aðili
að stofnun hernaðarblakkar hinna herskáustu og voldugustu ríkja. I skjóli þeirrar múg-
sefjunar, er í bili tókst að skapa meðal nokkurs hluta af fylgjendum A-bandalagsflokk-
anna, var málinu flaustrað gegnum Alþingi og þátttaka íslands samþykkt að þjóðinni
fornspurðri. Og jafnframt var ætlunin að nota tækifærið til að brjóta á bak aftur þau
öfl, er héldu tryggð við hefðbundna stefnu og rótgróinn hugsunarhátt Islendinga. Það
var varpað táragassprengjum að friðsömum almenningi fyrir framan Alþingishúsið,
einnig konum og börnum, og fólk var barið niður með kylfum. Síðan tóku við réttar-
höld, ekki yfir þeim, sem svikið höfðu málstað Islands, ekki yfir þeim, sem sekir voru
um ofbeldisárásir og meiðingar, heldur hinum, sem stóðu vörð um hefðbundna stefnu
íslands, yfir þeim, er fyrir árásunum urðu. Til allrar hamingju var almenningur fljótur að
átta sig. Ofbeldisárásirnar voru fordæmdar. Það sannaðist óvefengjanlega nokkrum dög-
um eftir athurðina við Alþingishúsið, en þá var haldinn geysifjölmennur útifundur í
Reykjavfk til að mótmæla inngöngunni í A-bandalagið og öllum aðförum stjórnmála-
flokka þeirra, er heittu sér fyrir henni. Það varð því miklu minna úr dómsofsóknunum
en til var stofnað. Þó voru tveir tugir manna dæmdir í fangelsisvist allt að tveim árum
og missi mikilvægra mannréttinda. En þjóðin hefur aldrei viðurkennt réttmæti þessara
dóma, og hreyfingin fyrir því að fá þá ógilta er víðtækasta mótmælahreyfing, sem um
getur á íslandi. Yfir 27 þúsund manns úr öllum stjórnmálaflokkum undirrituðu kröfuna
um sakaruppgjöf. Samt sem áður hefur það tekið átta ár að vinna fullan sigur í þessu
máli, og um leið og vér fögnum þessum mikilvæga sigri, minnumst vér þess, að enn
83