Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR erum vér í hernaðarbandala{;i við Frakkland, sem um langt skeið hefur notað meginið af herafla sínum til að kæfa sjálfstæðishreyfingu Alsírbúa í blóði, — við Bretland, hinn blóðuga kúgara Kýpur og hinnar varnarlausu blökkulijóðar í Kenýa, — við Bandaríkin, hinn aðgangsharða arðræningja Mið- og Suður-Ameríku, frumkvöðul kalda stríðsins og vígbúnaðarkapphlaupsins. 011 saga vor hrópar gegn þátttöku í slíkum félagsskap, og bar- áttunni niun ekki linna, fyrr en Island er aftur hlutlaust ríki. Daginn eftir undirritun sakaruppgjafarinnar gerðist í Reykjavík atburður, sem táknar skref frani á við í baráttunni fyrir brottflutningi heisins. Þegar að því leið á síðastliðnu liausti, að teknir yrðu upp samningar við bandarísk yfirvöld um brottflutning hersins, hóf Sjálfstæðisflokkurinn, sem ákveðnast allra her- námsflokka liefur beitt sér fyrir innlimun Islands í bandarískt valdakerfi, ofsafulla múg- sefjunarherferð á sania liátt og fyrir átta árum, er ísland var vélað inn í A-bandalagið. Nú var tilgangurinn sá að koma í veg fyrir, að lierinn yrði látinn fara. Að þessu sinni var áróðurinn enn trylltari, og einnig var stofnað til óeirða og skrílsláta, sem reyndar liöfðu öfug álirif við það, sem til var ætlazt. Hamfarir Sjálfstæðisflokksins báru þann árangur, að hinir fyrri bandamenn lians í hernámsmálinu, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, heyktust á að láta herinn fara að sinni, og það má telja alveg víst, að hefðu andstæðingar hernámsins ekki átt sterk ítök í ríkisstjórninni nú, niundi hafa verið samið um framlengingu hernámsins til langs tíma. Áhrifin af herferð Sjálfstæðisflokksins hafa að mestu dvínað, en auðvitað notar hann enn hvert tækifæri til að þagga niður kröfurnar um brottflutning hersins. Þegar nefnd sú, er fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík kaus til að undirbúa hátíðahöldin 1. maí, tók að ræða ávarp dagsins, neituðu þeir nefndarmenn, er fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, að fallast á, að í ávarpinu væri krafa um brottför hersins. Og það undarlega skeði, að alþýðuflokksmenn í nefndinni fylgdu Sjálfstæðisflokknum að þessu máli. Við atkvæðagreiðslu urðu hernámssinnar í minnihluta, og höfnuðu þeir þá fyrir hönd um- bjóðenda sinna allri þátttöku í hátíðahöldum verkalýðsins 1. maí. Slíkt kappsmál var þeim að tryggja þrásetu hersins. Af þessum sökum varð hernámsniálið aðalbaráttumál dagsins í Reykjavík, og þó að nokkrir trúnaðarmenn, sem mátu meira trúnað við hernámsflokka en við verkalýðinn, snerust gegn þeim söniu kröfum um hrottflutning hersins, sem bornar liafa verið fram í liinum sameiginlegu kröfugöngum margra undanfarinna ára, þá brást verkalýðurinn ekki. 1. maí var veður óhagstæðara en verið hefur um fjölda ára þann dag, þétt, uppstyttu- laus rigning. I fyrstu var fámennt umhverfis fánana, en nokkrum mínútum áður en kröfugangan átti að hefjast, streymdi fólkið að úr öllum áttum, og raðirnar urðu eins þéttar og margar og r.okkru sinni fyrr. í hellirigningu gekk þessi einbeitta verkalýðs- fylking — þúsundir karla og kvenna — hina venjulegu leið um borgina og staðhæmdist að lokum á Lækjartorgi og hlýddi þar ræðum jafnróleg og þótt glaðasólskin hefði verið. Um kvöldið vissi öll Reykjavík, að verkalýður horgarinnar hafði á eftirminnilegan hátt fylkt liði til að bera fram kröfuna um brottflutning hersins, tekið forustuna í nýrri sókn í því máli. Á undanförnuni mánuðum hafa ýmis verkalýðsfélög gert félagssamþykktir gegn áfram- haldandi hernámi, og nú nýverið samþykkti Ungmennasamband Borgarfjarðar kröfu um brottflutning hersins. Sú samþykkt sýnir, að alþýðan er sama sinnis í þessu máli bæði 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.