Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK rauk fram úr rúminu með sterkum formælingum og skipaði astralplansgest- inum út í yztu helvítis myrkur. Þetta dugði. Eftir þessa skumpu hvarflaði hann aldrei að Þorsteini framar. Þetta var eitt vel Iukkað stykki í svarta- galdri, og þó engin lækning á erfiðleikum hins vansæla manns. Þessa sögu sagði Þorsteinn mér sjálfur, þegar hann var skólastjóri á Sel- tjarnarnesi, og hann var skynsamur maður og ólyginn, og ég minnugur á svona lagað. Og skammt hefði Magnús prestur Pétursson á Hörgslandi, forfaðir minn, komizt með að drekkja 30 eða 32 herbúnum ræningjaskipum Hundtyrkjans, sem komin voru upp undir Meðallandssanda eða Skaftárósa, ef hann hefði haft yfir fyrir sér Faðir vor eða annað áþekkt þunnmeti, í staðinn fyrir að kveða á kort og klárt: .... Tyrkjar tryggða snauðir tapaðir hrapi dauðir. Þá sæki seka nauðir, svelgi og elgi dauði. Um þá sveimi og í þeim eimi ógnarloginn rauði. Þeir aldrei geymi happ í heimi, hrjáðir víða á hauðri. Þetta hreif. Tyrkjaskipin tóku að berjast hvert við annað, og allur flotinn seig að lokum niður í djúpin, „og síðast sást aðeins efst á möstrin“, sagði sannorður maður og náfrændi minn í Suðursveit. Séra Magnús var mikill hæfileikamaður, einn af meiri háttar galdramönn- um og skáld, skagfirzkur að ætt. Af honum var kominn Jón Sigurðsson, bóndi í Svínafelli í Nesjum. Hans dóttir var Ragnhildur, kona Runólfs Run- ólfssonar, bónda að Borg á Mýrum í Hornafirði. Þeirra dóttir Margrét, sem Þórarinn langafi minn átti barnið með í kaupstaðarferðinni. Það barn var Lússía móðir föður míns. Það hefði sennilega haldizt logn og skikkanleg himinblíða í íslenzkum bókmenntum alla þessa öld, ef Þórarinn hefði ekki farið þessa óhappa kaupstaðarferð. Það er mín meining, að flestar villur manna hinumegin grafar eigi sér sömu orsök og villur þeirra hér í heimi: óklárleika í hugsun, þessa eilífu móðu á útkíkskýrauga sálarinnar, sem menn fá ekki einu sinni greint í gegn- 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.