Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 13
BRÉF TIL MAJU
um svo gegnsæja hluti, sem eðli uppreisnarinnar í Ungverjalandi, og falla svo
fyrir hvítasunnusafnaðatungutali um grimmd Rússa. Ja, hvernig heldurðu
að þessu fólki gangi að greina meistarana Kút Húmi og Móría frá meistur-
unum Armstrong og Hydrobombus, sem líka munu birtast þvd í ljóssins
skrúða, bjóðandi upp á nýtt Atlantshafsbandalag „frjálsra Jjjóða“ og kross-
ferð gegn útbreiðslu „kommúnismans“. Það er haldið áfram í áttina hinu-
megin, og þar munu útkíkskýraugun leiða margan Islending í villu, og meist-
ararnir Kút Húmi og Móría munu verða brennimerktir útsendarar frá
Moskva.
Eg og mín elskaða eiginkona höfum stundum verið að tala um, að gaman
væri að skreppa austur til ykkar. Svo minnisstætt er okkur, hvað þar var
skenuntilegt vorið 1949. En það er alltaf einhver þröskuldur í vegi, þegar
stundin nálgast. Stundum er það púðasæsöngur hjá Margréti. Stundum getur
snjóað þau lifandis ósköp, að við verðum að liggja upp á ykkur mánuðum
saman. Stundum geta þvílíkar hvolfur fallið úr lofti, að brýrnar fari af Fúla-
læk og Hafursá eins og rigningarsumarið mikla 1933. Stundum erum við
svo fátæk, að við höfum ekki efni á fari fram og aftur. En versti trafalinn er
þó sú algera lítilsvirðing, sem þú og þinn lífsförunautur hafa sýnt okkar ves-
ælu draugakompum á reisum ykkar til Reykjavíkur.
Þetta er ósköp einföld sálarfræði, Maja mín. Fólk heimsækir þá, sem Jvað
hefur gaman af að heimsækja. Ibsen og Maja heimsækja aldrei Þórberg og
Margréti. Það þýðir: íbsen og Maja hafa ekki gaman af að heimsækja Þór-
berg og Margréti. Og úr því að þau hafa ekki gaman af að heimsækja
Þórberg og Margréti, þá geta þau ekki haft gaman af heimsókn Þórbergs og
Margrétar til sín. Þar af leiðir: Þórbergur og Margrét heimsækja líkasttil
aldrei Ibsen og Maju.
Er þetta ekki nokkuð smart reiknað?
Þú spyrð mig, hvort ég hafi hitt Hinn Blessaða. Ég hitti hann síðast
nokkru fyrir jól. Það var á Hringbrautinni, austan við Bjarkargötu. Hann
ók í sínum bíl austur. Ég gekk á mínum fótum vestur. Hann stöðvaði bílinn,
Jiegar hann kom auga á mahatmann, og bauð honum upp í. Þar sátum við
nokkra stund í líkamlegu kyrrlífi, en andlega lífið komst á nokkra hreyfingu,
því að Júnesen dumpaði niður í leiðinlega frumstæðan málanda um Kínverja
og Rússa. Annars hefur Júnesen ýmsa góða kosti, eins og við þekkjum bæði,
91