Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 13
BRÉF TIL MAJU um svo gegnsæja hluti, sem eðli uppreisnarinnar í Ungverjalandi, og falla svo fyrir hvítasunnusafnaðatungutali um grimmd Rússa. Ja, hvernig heldurðu að þessu fólki gangi að greina meistarana Kút Húmi og Móría frá meistur- unum Armstrong og Hydrobombus, sem líka munu birtast þvd í ljóssins skrúða, bjóðandi upp á nýtt Atlantshafsbandalag „frjálsra Jjjóða“ og kross- ferð gegn útbreiðslu „kommúnismans“. Það er haldið áfram í áttina hinu- megin, og þar munu útkíkskýraugun leiða margan Islending í villu, og meist- ararnir Kút Húmi og Móría munu verða brennimerktir útsendarar frá Moskva. Eg og mín elskaða eiginkona höfum stundum verið að tala um, að gaman væri að skreppa austur til ykkar. Svo minnisstætt er okkur, hvað þar var skenuntilegt vorið 1949. En það er alltaf einhver þröskuldur í vegi, þegar stundin nálgast. Stundum er það púðasæsöngur hjá Margréti. Stundum getur snjóað þau lifandis ósköp, að við verðum að liggja upp á ykkur mánuðum saman. Stundum geta þvílíkar hvolfur fallið úr lofti, að brýrnar fari af Fúla- læk og Hafursá eins og rigningarsumarið mikla 1933. Stundum erum við svo fátæk, að við höfum ekki efni á fari fram og aftur. En versti trafalinn er þó sú algera lítilsvirðing, sem þú og þinn lífsförunautur hafa sýnt okkar ves- ælu draugakompum á reisum ykkar til Reykjavíkur. Þetta er ósköp einföld sálarfræði, Maja mín. Fólk heimsækir þá, sem Jvað hefur gaman af að heimsækja. Ibsen og Maja heimsækja aldrei Þórberg og Margréti. Það þýðir: íbsen og Maja hafa ekki gaman af að heimsækja Þór- berg og Margréti. Og úr því að þau hafa ekki gaman af að heimsækja Þórberg og Margréti, þá geta þau ekki haft gaman af heimsókn Þórbergs og Margrétar til sín. Þar af leiðir: Þórbergur og Margrét heimsækja líkasttil aldrei Ibsen og Maju. Er þetta ekki nokkuð smart reiknað? Þú spyrð mig, hvort ég hafi hitt Hinn Blessaða. Ég hitti hann síðast nokkru fyrir jól. Það var á Hringbrautinni, austan við Bjarkargötu. Hann ók í sínum bíl austur. Ég gekk á mínum fótum vestur. Hann stöðvaði bílinn, Jiegar hann kom auga á mahatmann, og bauð honum upp í. Þar sátum við nokkra stund í líkamlegu kyrrlífi, en andlega lífið komst á nokkra hreyfingu, því að Júnesen dumpaði niður í leiðinlega frumstæðan málanda um Kínverja og Rússa. Annars hefur Júnesen ýmsa góða kosti, eins og við þekkjum bæði, 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.