Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
algengt að börn og unglingar séu sett til læri í píanóglamri og orgeljarmi
eða andarteppublæstri á Iúðra, hvort sem þau hafa nokkra hæfileika eða
langanir í þær áttir eða ekki.
Mín saga er ljót, og þó hafa víst þúsundir manna á þessu landi frá svipuð-
um písluin að segja. Píanólexíur hinumegin við þilið hjá mér á Stýrimanna-
stíg, vikuin saman sönru lexíurnar. Þá bilaðist ég svo gersamlega, að ég rauk
í að fá mér lífsförunaut. Píanólexiur yfir mér og beint undir rnér og skáhallt
undir mér á Hallveigarstíg, stundum allar í gangi í einu, og húsið mjög
hljóðbært. Þá missti ég oft stjórn á mér og flúði út í holt til þess að forða
Margréti frá að borga á mig á vitlausrahæli.
I Suðurgötu píndur mikinn part úr ári með píanóspilalátum eins ósvífins
gæa, sem við tókum inn í íbúð okkar úr geymslustíu úti í bæ, með því heiti,
að hann spilaði ekki á píanóið, því að herbergi hans var út úr sama holi og
vistarverur okkar og húsið hljóðbært eins og hamraveggir. Sá músikiddjót
launaði lausnina úr stíunni með því að glamra á píanóið, hvenær sem hon-
um sýndist og stundum fram á nætur, og við laussvæf. Svo kom unnusta
honum við hlið, svo gifting, og hún flutti inn í herbergið til hans, og raf-
magnsreikningurinn steig úr 20 krónum upp í rúmar 70 krónur, allt án þess
að við værum að spurð eða fengjum betaling fyrir. Þetta var þó-nokkur
skildingur árið 1943, og Við þá ekki orðin rík. Þarna sérðu, hvort músik
göfgar ekki. Hitler elskaði músik. Og ég þekki músikelskendur og kompón-
ista, á hverra loforðum er ekki meira mark takandi en velli spóans.
Svo fluttust píslirnar hingað suður á Hringbraut 45. Píanólexíur beint
undir mér og radíófónn á stærð við hundakofann á Hala, píanóspilirí á ská
undir mér, þar að auki lúðraandarteppa, sem þó er skást af þessu, því að
mér heyrist alltaf blásarinn vera að kafna, og ég er að telja mér trú um í minni
alkunnu einfeldni, að þó að hann hafi náð andanum í dag, þá hljóti hann að
blása honum út fyrir fullt og allt á morgun.
Fyrir skömmu var sett í gang nýtt píningartæki hér í nágrenninu. Það var
gerður skautaís á íþróttavellinum, og nú til dags er ekki hægt að fara á
skautum nema undir háöskrandi músik, og nú var heldur en ekki skrúfað
frá, og á endilangri húshliðinni buldi þvílíkur músikglaumur, hljómandi eins
og hann kæmi úr tómri bensíntunnu, að klukkutímum saman, dag eftir dag,
var í sannleika sagt ekki vært sunnanmegin í húsinu. Ég flúði hvað eftir ann-
94