Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 21
HALLDÓR ÞORSTEINSSON Eugene O’Neill Hverfum snöggvast aftur í tímann, til haustsins 1953. I Boston er fraegur maður nýlátinn eftir erilsamt liststarf. Við lítið borð hjá dánarbeðinum situr læknir og ritar vottorð, sem hljóðar á þessa leið: Nafn hins látna: Eugene Gladstone O’Neill. Banamein: Lungnabólga. Fæðingardagur og -ár: 16. okt. 1888. Dánardægur: 27. nóv. 1953. Nöfn foreldra: James O’Neill og Ellen Quinlan. Nafn eiginkonu: Charlotta Monterey. Eins og að líkum lætur gefur þetta stutta dánarvottorð okkur næsta ófullkomna hug- mynd um hvers konar mann Eugene O’Neill hafði að geyma, enda tæplega til þess ætl- azt. O’Neill var frægur maður, en hann var ekki gæfumaður að sama skapi, enda gæti ævisaga hans hæglega orðið efni í stórbrot- inn harmleik eða hefur sennilega orðið það, ef grunur manna um viðfangsefnið í síðasta verki hans, sem verður ekki sýnt samkvæmt ósk hans fyrr en 25 ár eru liðin frá dauða hans, reynist vera á rökum reist- ur. O’Neill átti hvorki barna- né konuláni að fagna. Hann átti þrjár konur og þrjú börn um ævina. Fyrsta kona hans ól honum son, Eugene O’Neill yngri, sem varð síðar flug- gáfaður námsmaður og doktor í grískum fræðum við Princetonháskólann, en fyrir- fór sér vegna andsvarslausrar ástar liðlega þrítugur að aldri. Þetta var O’Neill þung- bær missir. Með miðkonu sinni átti hann tvö börn, Shane og Oonu, en ekkert með þeirri síðustu. Shane O’Neill er talinn eiga sér litla við- reisnar von, því að þegar á unglingsárum sínum gerðist hann svo ótækur eiturlyfja- neytandi, að hann hefur iðulega orðið að sæta þungum refsingum og háum sektum sökum eiturneyzlu sinnar. Þótt flestum reynist vandratað út úr vítahring þeim, sem eiturnornir slá um fómardýr sín, þá mun þeim þó vera auðrataðra þaðan en Shane O’Neill. Þannig var hann líka föður sínum glataður sonur. Fregnin af brúðkaupi Oonu og ChapHns reið að O’Neill sem mikil ógæfa. Lagðist hann í ægiiegt þunglyndi og var ekki mönn- um sinnandi lengi á eftir. Hann fyrir- gaf dóttur sinni aldrei að hafa gifzt margkvæntum leikara, sem var ekki aðeins jafnaldri tengdaföður síns heldur hafði líka sérlega vafasaman vitnisburð í ástamálum. Mönnum kann að virðast það sízt sæma O’Neill að kveða upp ákvæðisdóma um aðra í þeim efnum, en hann var ef til vill ekki jafnblindur í sinni sök eins og sýnist í fljótu bragði. Sennilega hefur hann ekki talið Chaplín betur fallinn til að vera dótt- ur sinni góður eiginmaður en hann sjálfur hafði reynzt konum sínum. Chaplín sagði einhverju sinni: „Við tengdafeðgamir eigum ekki skap saman. Hann heldur, að hann sé meiri maður en 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.