Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 28
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR uði. Hann hafði meira yndi af því að yrkja kvæði, synda og liggja í sólbaði en að vera á snöpum eftir fréttum fyrir Telegraph. Til að gera sér dagamun lagðist hann stundum allsnakinn í lítinn bát og lét reka niður Thames. Þetta háttalag þótti betri borgur- um Nýju Lundúna í meira lagi undarlegt svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Enda þótt O’Neill þætti blaðamennska skemmtilegur starfi fyrir ýmissa hluta sak- ir, þá vissi hann samt sem áður ekki hvort hann vildi gera hana að ævistarfi sínu. Skömmu fyrir jól, 1912, veiktist hann af berklum, þó ekki mjög hættulega. Fyrir at- beina föður hans var hann lagður inn á prýðilegt berklahæli, Gaylordberklahælið í Waliingford, Connecticut, þar sem hann var sjúklingur í fimm mánuði. „Það var á Gaylordhælinu, sem hugur minn fékk fyrst tækifæri og tóm til þess að átta sig á öllu því, sem á daga mína hafði drifið fram að þessu, og meta og melta þau áhrif, sem lífs- reynsla mín hafði haft á sálarlíf mitt. Þá hugsaði ég í rauninni í fyrsta skipti á æv- inni í alvöru um líf mitt, fortíð og framtíð." Það var líka á Gaylordhælinu, sem 0’ Neill kynntist fyrst verkum Strindbergs. Ilann segist hafa orðið gjörbreyttur maður upp frá því. „Það voru leikrit hans um fram allt, sem opnuðu mér útsýn yfir hvað nútíma leiklist gæti orðið og kveiktu ákafa löngun í brjósti mér til þess að semja sjónleiki. Áhrifin frá Strindberg eru auðsæ hverjum þeim, sem kynnist verkum mínum til hlít- ar.“ Eftir að hann var hrautskráður af hælinu vorið 1913, bjó hann í Nýju London eitt- hvað á annað ár. Enda þótt læknar hans höfðu ráðlagt honum að hvíla sig, var hann samt sem áðtir ekki iðjulaus, því að hann ritaði tvö leikrit og ellefu einþáttunga á þessum tíma. Sennilega hefur hann ekki verið alls kostar ánægður með árangurinn, þar sem hann reif ekki einungis leikritin bæði heldur einnig fimm einþáttunga. Fað- ir ltans lagði fé af mörkum til að gefa út fimm af þessum sex einþáttungum, sem eft- ir voru. I bók þessari, sem 0’ Neill gaf heitið „Þorsta" eftir einum einþáttungnum, og nú er orðin sjaldséð og eftirsótt af bóka- mönnum, eru fyrir utan fyrrnefnt verk, Vet- urinn, Hættumerki, Þoka og Án ábyrgðar. Sjötti einþáttungurinn var Á leið austur til Cardiff. Það byrjar með þessum óþvegnu orðum: „Hún var að kela við mig! Ég get svarið það! Kolsvört negragála! 011 löðr- andi í kókosolíu. — Ég gat ekki þolað hana, f jandinn hafi það. Andskotans truntan þín, sagði ég og gaf henni einn á túlann svo að hún steinlá.“ Annar eins munnsöfn- uður hafði aldrei fyrr heyrzt á amerísku sviði, en þetta var þó mjög vægt að orði kveðið, ef miðað er við það, sem seinna varð. Þegar öllu er á botninn hvolft, var þetta ekki annað en bergmál þeirrar raun- sæju liststefnu, sem 0’ Neill fylgdi í ung- dæmi sínu. Tuttugu og sex ára gamall settist ltann aftur á skólabekk í Harward, þar sem George Baker gaf ungum og efnilegum mönnum nýta leiðsögn í leikritun, sem frægt er orðið. Hann sótti námið af öllu meira kappi nú en þegar hann var í Prince- ton, enda mun hugur hafa fylgt máli að þessu sinni. Einn af bekkjarbræðrum hans segir að hann hafi verið fríður sýnum, vin- gjarnlegur í viðmóti, nokkuð óstyrkur á taugum, feiminn og hlédrægur og injög áhugasamur um námið. Annar bekkjarbróð- ir hans, John Wearer að nafni, lýsir honum á þessa leið: „Hann var gjörólíkur okkur hinum, sem hlustuðum á aSjinnslur, áminn- ingar og hvatningarorð prójessorsins aj heilagri lotningu, en það gerði ekki þessi jmngbrýndi og hótjyndni sessunautur minn. Á meðan við sátum grafkyrrir og grajalvar- legir í sœtum okkar, ók hann sér fram og ajtur í sœti sínu, ylgdi sig og gretti, og 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.