Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 31
EUGENE O’NEILL í leiklms til að gleyma áhyggjum sínum, en ekki til þess að láta minna sig á þœr, eða ertu ej til vill að reyna að já alla til að jremja sjáljsmorð?“ 0’ Neill yngri, sem átti svo oft eftir að heyra þessa vanhugsuðu spurningu, svaraði engu. „Við jeðgarnir áttum ekki skap saman. Það voru einlœgt einhver illindi á milli okkar, og ég veit, að jaðir minn var ojt kominn á jremsta hlunn með að gefa mig upp á bátinn. Ég get ekki láð honum það. Ef nokkuð var, þá umbar hann mér of mikið. Ég er jorviða á því núna, að hann skuli ekki hafa rekið mig á dyr. Ég gaf honum julla ástæðu til þess. En þrátt jyrir allt var mjög hlýtt á milli okkar undir niðri, og faðir minn hafði ein- hverja trú á mér, þótt hún vœri að vísu ekki mikil. Eftir að hann var búinn að lesa leikritin í Þorsta, sem hann hafði ekki séð í handriti, féll honum allur ketill í eld. „Hamingjan hjálpi mér! Hvaðan fékkstu þessar hugmyndir?“ En hann hvatti mig til þess að lialda áfram. Eg gerði ekki ráð fyr- ir því, að honum þœtti mikið varið í Hand- an við sjónhringinn, því að ég vissi vel, að hann kunni litt að meta þess háttar verk, svo ummœli hans komu mér ekkert á óvart, en samt sem áður hugsa ég, að hann hafi ekki verið alls kostar óánœgður.“ Markó Póló var fyrsta viðfangsefnið eftir innlendan höfund, sem hið gagnmerka leik- félag, The Theatre Guild tók til meðferðar. Fram til 1927 höfðu forstjórarnir fylgt þeirri stefnu að kynna almenningi einvörð- ungu öndvegisverk erlendra stórskálda, meðal annars sökum þess að það var ekki um auðugan garð að gresja meðal inn- lendra höfunda, og unnu þar merkilegt menningarstarf í þágu bandarískrar leik- listar, því að þeir glæddu ekki einungis áhuga leikmanna á þessari göfugu listgrein, heldur skerptu þeir líka skilning innlendra leikritahöfunda með því að sýna þeim ó- sviknar perlur úr leikritasafni Evrópu- manna, en ekki viðvaningslegar gerviperl- ur, sem ræktaðar voru heima fyrir af litlum efnum. 0’ Neill var með öðrum orðum fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem fullnægði þeim skilyrðum og listkröfum, er forstöðu- rnenn Theatre Guild gerðu til leikskálda. Allir sjónleikir O’Neills hafa verið leiknir á vegum þess, að Hlátri Lasarusar und- anskildum, sem sýndur var í Pasadena- leikhúsinu. Um fáa höfunda hafa stað- ið jafnlangvinnar og heiftugar deilur eins og um 0’ Neill, því að það hefur staðið um liann sleitulaus styr að heita má frá því honum hlotnuðust Pulitzer-verðlaunin fyrir Handan við sjónhringinn og ógerlegt mun vera að kveða á um hvort heldur að- dáendur hans eða fjandmenn hafi gert meira til þess að halda frægð hans á lofti. 0’ Neill var mikilúðlegur persónuleiki, er miklum ljóma stafaði af og miklar sögur spunnust um, þótt hann gerði lítið til þess að auglýsa sjálfan sig eins og mörgum löndum hans er svo tamt. Háværasta röddin úr hópi andstæðinganna og harð- skeyttasti gagnrýnandinn, sem blóðmark- að hefur margan starfsbróður sinn fyr- ir litla eða enga sök, var Alexander Woollcott. Fátt var það, sem hann fann 0’ Neill ekki til foráttu: leikpersónur hans voru ósannar og sviplausar, viðfangsefnin óskemmtileg og úrelt, lífsskoðanir höfund- ar ýmist óskiljanlegt rugl um vanhugsuð eilífðarmál eða hálfkaraðir kynórar frá Freud. Þótt Woollcott væri Iftill aðdáandi hans, þá naut Gene, eins og kunnugir köll- uðu hann venjulega, í því ríkara mæli að- dáunar og virðingar vina sinna og sam- starfsmanna í leikhúsinu. Við kunnuga var hann hlýr í viðmóti, óþvingaður og jafnvel opinskár og blessunarlega laus við þá úlfúð og öfund, sem er svo mörgum mætum leik- húsmanninum hvimleið fylgja. Við ókunn- uga var hann hins vegar oft þvingaður og feiminn, enda mjög dulur og taugaóstyrk- 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.