Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unura, eins og Grikkjunum gömlu þótti ekki minna um vert. Við finnum sannarlega til meff Laviníu og Orin, en sálir þeirra skírast ekki nægilega í eldskírn þjáninganna til þess að ljá þeim þann mikilúðlega og stolta hetjusvip, sem Ijámar af ásjónum þeirra, er orðið hafa að sætta sig við skelfileg örlög. Þótt O’Neill verðskuldi að vísu mikið lof fyrir Elektru, þá er samt ógjörlegt að skipa þeim leik í flokk með þeim verkum, sem Grikkir kalla tragedíur en við Islendingar harmleiki. Þótt Elektra beri þess ótvíræð merki, að höfundur hafi fengið talsvert að láni bæði hjá Aiskylos og Freud, þá her leikritið í skugga álmtrjánna aftur á móti vitni um meira sjálfstæði í hugsun, frumleika í efnis- vali, traustari tök og þroskaðri skilning á viðfangsefninu. í skugga álmtrjánna kynn- umst við gömlum, kredduföstum púritana, Ephraim Cabot, sem býr á hrjóstugri jörð í Nýja Englandi með sonum sínum þremur einum saman, því að bæði fyrri og seinni kona hans eru dánar, þegar þessi sjónleikur hefst. Þegar elztu synirnir frétta, að faðir þeirra hefur kvongazt í þriðja sinn, afsala þeir sér tilkalli til jarðarinnar fyrir nokkur hundruð dollara, sem Eben, yngsti sonurinn, grefur einhvers staðar upp og greiðir þeim. Að svo búnu fara þeir í gullleit vestur til Kali- fomíu og koma þeir ekki meir við sögu. Óðar og Cabot gamli kemur heim með Abbie, brúði sína, sem er nokkmm áratug- um yngri en hann, hefst togstreita á milli hennar annars vegar og Ebens hins vegar, því hvort um sig hefur eignað sér jörðina í illkynjaðri síngirni sinni eftir daga Eph- rains Cabots. Eben þykist sannfærður um, að þessi unga stjúpa sín hafi í hyggju að ræna sig jörðinni, sem hann vildi vitaskuld fá óskerta. Af ráðnum hug gerist stjúpan ástmey stjúpsonar síns til þess að dreifa hugsunum hans og ná yfirhöndinni. Hún lætur ekki heldur þar við sitja, því að hún fær líka mann sinn til að skrifa undir skjal, þar sem hann ánafnar jörðina syni hennar og Ebens, sem gamli maðurinn hyggur vera skilgetinn son sinn. Vopnin snúast að vísu í hendi Abbie, en í stað þess að rekja efnið lengra, birtist hér á eftir lokaatriðið, þar sem feðgarnir og Abbie eig- ast við: cabot: Hvert þó í heitasta! Ég hef ekki sofið svo langt fram eftir í fimmtíu ár, Abbie. Engu líkara en að sólin sé alveg komin upp. Það hlýtur að vera dansinum og brennivíninu að kenna. Ég hlýt að vera orðinn gamall. Vonandi er Eben far- inn að vinna. Þú hefðir mátt gera svo lítið að vekja mig, Abbie. Nú — hvar er hún? Ætli hún sé ekki að taka til matinn. (Hann gengur aS vöggunni) Góðan dag- inn, sonur sæll. Hann er ljómandi lagleg- ur! En hvað hann sefur vært. Hann grenj- ar ekki alla nóttina eins og önnur börn (Hann fer fram í eldhús og finnur Abbie þar) Svo þama ertu. Ertu búin að elda nokkurn mat? abbie: Nei. cabot: Líður þér illa? abbie: Nei. cabot (Hann klappar henni á öxlina. ÞaS fer hrollur um hana): Þú hefðir bezt af því að leggjast fyrir stundarkorn. Sonur þinn þarfnast þín bráðum. Hann hlýtur að hafa feiknalyst þegar hann vaknar eft- ir svona væran svefn. abbie: Ilann vaknar aldrei aftur. cabot: Hann er eins og pabbinn. Ég hef ekki sofið svo lengi í ... abbie: Hann er dauður. cabot: Ha? abbie: Ég drap hann. cabot: Ertu drukkin ... eða brjáluð! abbie: Víst drap ég hann. Ég kæfði hann. Farðu upp og gáðu að því sjálfur, ef þú trúir mér ekki! 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.