Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ungsmenn, þar sem aftur á móti Loðni ap-
inn og Jónas keisari hafa greinileg expressj-
ónistísk einkenni. Þó O’Neill hafi að vísu
miklar mætur á táknmyndum, þá tilbiSur
liann þær ekki jafnafdráttarlaust og heit-
trúuSustu fylgjendur þessarar fyrmefndu
liststefnu, enda bera bæSi LoSni apinn og
Jónas keisari þrátt fyrir allt sterkmótaSri
persónueinkenni en sönnum táknmyndum
ber aS hafa, enda er expressjónistum skylt
aS óskýra einstaklingseinkennin og eySi-
leggja. Gallinn er bara sá, aS tákngerSar
persónur verSa mönnum síSur innlífar en
þær, sem auSkennilegan persónuleika hafa.
ÞjóSfélagsmál voru O’Neill aS jafnaSi
lítiS áhugaefni, samt eru verk hans ekki
laus viS ádeilu meS öllu, því aS t. d. bæSi
í Markó Póló og GuSnum Brown gagnrýnir
hann af vægSarleysi og bersögli ýmis mann-
félagsmein og óhugnanleg fyrirbæri, sem
hann hryllti helzt viS í bandarísku borgara-
félagi. AS dómi O’Neills er staSfest djúp á
milli mannvirSingar þeirrar og hylli, sem
duglegir atliafnamenn og séSir fjáröflunar-
menn njóta annars vegar og óhagsýnir lista-
menn og óséSir rithöfundar njóta hins veg-
ar í augum alls almennings í Bandaríkjun-
um. Mannkostir miSast viS verklegar fram-
kvæmdir, tekjur og gróSa, þar sem aftur á
móti andlegum verSmætum er lítill gaumur
gefinn og enginn sómi sýndur. ÞjóSin dáir
og dekrar viS athafnamenn sína, en sýnir
andans mönnum sínum særandi tómlæti,
þegar hezt lætur, en vísar þeim út í yztu
myrkur, þegar verst lætur. Eflaust var
O’Neill hæSi beiskur og sár sökum tómlætis
þess, sem hann fann hjá öllum fjöldanum
þrátt fyrir þaS frægSarorS, sem af honum
fór meSal listnæmra menntamanna. Honum
þótti manngreinarálit landa sinna ekki aS-
eins furSulegt, heldur fannst honum líka
mat þeirra á andlegum verSmætum og ver-
aldiegum ótrúlega frumstætt.
AS lokum nokkur orS um orSlist O’Neills
og tækni. Hann hefur ekki einungis látiS
undir höfuS leggjast aS afia sér nauSsyn-
legrar tæknikunnáttu, heldur hefur hann
einnig lagt litla rækt viS stíl sinn, enda eru
flest leikrit hans mjög óvönduS og þyngsla-
leg í máli. ViS munum efni einstakra leik-
rita, en einstök leikorS og tilsvör festast
okkur sjaldnast í minni, vegna þess aS orS-
in eru illa valin og skipaS flausturslega
niSur. Tilfinning hans fyrir sterkum leik-
hrifum er næmari en hvaS stíll hans er fág-
aSur. OrSlist O’Neills og tæknikunnátta er
hvorug á háu stigi, en um hugvitsemi hans
er efnisval varSar og hæfileika hans til aS
etja saman leikhetjum sínum svo til átaka
komi efast enginn. Hann er líka sannur full-
trúi þjóSar sinnar á þessu sviSi, því aS frá
1918 og til vorra daga hafa bandarísk leik-
skáld veitt meiru frjómagni og þrótti inn í
bókmenntir leikheimsins en skáld nokkurr-
ar annarrar þjóSar, en þeim er þaS hins
vegar öllum sameiginlegt, aS leikrit þeirra
skorta þá fullkomnu fágun og tignarsvip,
sem einkenna verk stærstu snillinga.
120