Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 45
TVÆR VETRARMYNDIR kafla í Fóstbræðra sögu, lýsingu á vestfirzkri vetrarnótt: Fjúk ok jrost kveða helgaldra um húsþekjur ok sýna þeim, er út sjá, sinn snarpan leik með lítilli mæði ok mikilli ógn. Gó elris hundr alla þá nótt óþrotn- um kjöptum ok tögg allar jarðir með grimmum kulðatönnum. Þessar tvær málsgreinar eru býsna frábrugðnar hvor annarri um mál og myndir. í hinni fyrri er nútíðarorðum beitt, en þátíðarorðum í hinni síðari. Hitt er þó miklu meira um vert, hver j- um líkingum er brugðið upp til að sýna vetrarhörkuna þar vestra. En báðum er sameiginlegt skáldlegt lík- ingamál, sem sver sig í ætt drótt- kvæða. En hvers vegna leitar höfund- ur til þeirra, þegar hann lýsir sjóferð og vetrarríki? Eins og kunnugt er, var fornskáldum mjög tamt að kveða um siglingar, en hins vegar hefur lítið verið um slíkar lýsingar á íslenzku í óbundnu máli, þegar Fóstbræðra saga var rituð. Því var eðlilegt, að höfundur sækti fyrirmynd að sjóferð- arlýsingu til dróttkvæða eða yrði fyr- ir áhrifum af þeim. Um vetrarlýsing- ar horfir að vísu öðruvísi við, þar sem lítið hefur varðveitzt af kveð- skap um það efni. Þó er enn til brot af fornu kvæði um vetrarríki, og er ekki ósennilegt, að höfundur Fóst- bræðra sögu hafi þekkt það, og verð- ur nánar að því vikið síðar. í fyrri vetrarmyndinni, sem brugð- ið er upp í Fóstbræðra sögu, eru frostið og fjúkið persónugerð og lát- in kveða eins konar tvísöng, sem val- ið er sannnefnið helgaldur. En þeir, sem inni sitja, eiga þess kost að sjá aðfarir þeirra hjúanna með því að skyggnast út. Mynd þessi er efalaust upprunalega sótt til seiðs; galdur var kveðinn, þegar hann var framinn. Má í þessu sambandi benda á lýsinguna í Laxdæla sögu: „Síðan lét Kotkell gera seiðhjall mikinn. Þau færðusk þar á upp öll. Þau kváðu þar harð- snúin fræði; þat váru galdrar. Því næst laust á hríð mikilli.“ Og síðar í Laxdæla sögu er öðrum seið lýst, og var mönnum þá boðinn varnaður á að horfa út, og sá, sem stóðst ekki þá freistingu, lét líf sitt. Má því með sanni segja, að galdur þeirra Kotkels væri helgaldur. Hið skáldlega orðalag „að kveða helgaldur“ hlýtur að stafa af því, að höfundur Fóstbræðra sögu hefur haft vísu í huga, þar sem þessi mynd kom fyrir. Þessi vísa hefur veriö veðurlýs- ing, sem gerð var með líkingu af seiði. En nú er fyrirmynd þessi glötuÖ eins og meginið af hinni fornu náttúru- lýrikk íslendinga. Síðari vetrarmyndin sýnir enn skýrari dróttkvæöaáhrif en hin fyrri. Hér er vetrarstorminum líkt við hund, sem geyr látlaust og tyggur all- ar jarðir með kuldatönnum. Kenn- ingin elris hundr (vindur) er ekki 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.