Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 52
SVEKRIR KRISTJÁNSSON
Til fundar við Heine í Weimar
Aðkoman
Ei, ég gat ekki hafnað svo góðu
boði! Síðsumars í fyrra barst
mér í hendur bréf frá Heinrich-
Heine-nefndinni 1956, til heimilis í
Berlín, þess efnis, að mér væri boðið
að taka þátt í Vísindalegri Heineráð-
slefnu, er haldin skyldi í Weimar
dagana 8.—13. október. Eftir nokkr-
ar vangaveltur tók ég þessu boði. Að
kvöldi föstudagsins 5. október fór ég
með lestinni frá Kaupmannahöfn,
var um morguninn í Hamborg og
hélt þaðan sem leið liggur um Han-
nover til Berlínar. Það var orðið
dimmt, er ég bar ferðatösku mína
inn í hið gamla fræga Adlon-hótel.
En lítið var eftir af frægð þess og
fornri dýrð: kaldar brunarústir og
sléttur völlur, þar sem hreinsað hafði
verið til, en ein álma, ekki stór,
hafði lifað af loftárásirnar, og þén-
aði áfram sem hótel. Mér brá í
fyrstu, en minntist þess að ég var
kominn í einhverja mestu rústaborg
Þýzkalands. Það var ekki fyrr en
bjart var orðið. “X ég fékk gert mér
grein fyrir þeim leik, sem háður var
í Berlín í lofti og á jörðu fyrir rúm-
um áratug. Adlon var fyrsta rústin
sem ég sá, ég átti eftir að sjá margar
aðrar slíkar.
Þegar maður kemur til Austur-
Berlínar með raföldudýrð Ráðhúss-
plássins í Kaupmannahöfn í augun-
um, þá finnst manni ljósin blika dauf
í landi hins Þýzka alþýðulýðveldis.
Ég hafði flýtt mér út um kvöldið til
að rekja spor mín, sem ég hafði geng-
ið hér á gamalkunnum götum fyrir
nærri tuttugu árum. En ég villtist
fljótlega: göturnar voru að vísu þær
sömu — ófáar höfðu raunar skipt
um nöfn síðan seinast —, en það var
vandratað, auðir vellir blöstu þar við
er ég vænti húsa, eða þá að húsin
störðu á mig brostnum augum, dauð
hús, og stóð ekkert uppi nema út-
veggir og hlaðið múrsteinum í dyr
og glugga. Það var svo óhugnanlegt
að horfast í augu við þessar hálf-
hrundu afturgöngur fyrrverandi
mannabústaða, að ég flýtti mér inn á
bjarta knæpu. Þar kannaðist ég við
130