Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 53
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR mína gömlu bjórdrekkandi Berlín. Eg bið um kollu af öli. Þjónninn segir við mig: Hafið þér passa? Passa? spyr ég öskuvondur, er ekki hægt að fá sér öl nema hafa passa? Þjónninn dustar afdúknum og segir með undirfurðulegu brosi: Við lif- um í Þýzka alþýðulýðveldinu! — Ég rauk út í fússi. Nú svona lítur hann þá út, sósíalisminn! hugsaði ég. Þegar ég hafði ráfað um stund, bjórlaus og Ijóslítill, er ég allt í einu staddur á breiðri götu og bjartri og mannmargri. Ég skimast um eins og hestur, sem eftir langa fjarvist er kominn til átthaganna, jú, það er ekki um að villast: Friedrichsstrasse! Ég herði gönguna, á þessari götu hef ég aldrei verið áttavilltur, geng með óskeikulli eðlishvöt og stanza á einu götuhorni, lít niður fyrir fætur mér og les: Esterhaszy-Keller. Þar drakk ég bjór passalaust. Um morguninn var bjart veður og sólfar mikið, þótt komið væri fram á haust. Ég gekk inn í gildaskála hótelsins og svipaðist um eftir -sæti. Þá stóð upp ljóshærð kona, einhvern- staðar milli tvítugs og þrítugs, grannholda og nokkuð teygð í and- liti, mér virtust augu hennar búa yfir gamalli sorg. Hún vindur sér að mér og spyr, hvort ég sé dr. Krist- jánsson frá íslandi. Ég jánkaði því, nokkuð hikandi, því að ég var dálít- ið óvanur að bera doktorsgráðu. Ilún kvaðst vera fulltrúi Heine- nefndarinnar og ætti að sjá mér fyr- ir öllum nauðþurftum þangað til stundu eftir hádegi, er ég mundi leggja af stað til Weimar. Þetta var viðkunnanlegasta stúlka, hæglát og blátt áfram. Um það bil er við vor- um að ljúka morgunverðinum, bað ég hana að hlífa mér við doktorstitl- inum, og lofaði hún því, þótt henni yrði á að brjóta það loforð nokkr- um sinnum þær þrjár stundir, er við áttum eftir að vera saman. Klukkan rúmlega 1 e. h., sunnu- daginn 7. október, rann mikil og skrautleg rússnesk bifreið í hlað hjá Adlon. Ég stóð þar ferðbúinn, en út úr bifreiðinni kom fríð kona, dökk- hærð og brúneygð, vék sér að mér og spurði, hvort ég væri ekki pró- fessor Kristjánsson? Ég játaði því, með sýnu meira hiki en fyrr um morguninn, þegar ég hlaut doktors- gráðuna. Bað hún þá prófessorinn að setjast inn í bifreiðina, því að nú skyldi haldið til Weimar, með við- komu á flugvellinum, þar sem við ættum að taka tvo kínverska bók- menntafræðinga. Inni í bílnum var Páll Reimann, bókmenntafræðingur frá Prag, og pólskur kvenprófessor. Síðan var lagt af stað. í Weimar Meðan bifreiðin ber okkur með 90 km hraða eftir eggsléttum steyptum brautum verður mér hugsað til ungs manns, sem var á ferð um þessar 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.