Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 53
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR
mína gömlu bjórdrekkandi Berlín.
Eg bið um kollu af öli. Þjónninn
segir við mig: Hafið þér passa?
Passa? spyr ég öskuvondur, er ekki
hægt að fá sér öl nema hafa passa?
Þjónninn dustar afdúknum og segir
með undirfurðulegu brosi: Við lif-
um í Þýzka alþýðulýðveldinu! — Ég
rauk út í fússi. Nú svona lítur hann
þá út, sósíalisminn! hugsaði ég.
Þegar ég hafði ráfað um stund,
bjórlaus og Ijóslítill, er ég allt í einu
staddur á breiðri götu og bjartri og
mannmargri. Ég skimast um eins og
hestur, sem eftir langa fjarvist er
kominn til átthaganna, jú, það er
ekki um að villast: Friedrichsstrasse!
Ég herði gönguna, á þessari götu hef
ég aldrei verið áttavilltur, geng með
óskeikulli eðlishvöt og stanza á einu
götuhorni, lít niður fyrir fætur mér
og les: Esterhaszy-Keller. Þar drakk
ég bjór passalaust.
Um morguninn var bjart veður og
sólfar mikið, þótt komið væri fram á
haust. Ég gekk inn í gildaskála
hótelsins og svipaðist um eftir -sæti.
Þá stóð upp ljóshærð kona, einhvern-
staðar milli tvítugs og þrítugs,
grannholda og nokkuð teygð í and-
liti, mér virtust augu hennar búa
yfir gamalli sorg. Hún vindur sér að
mér og spyr, hvort ég sé dr. Krist-
jánsson frá íslandi. Ég jánkaði því,
nokkuð hikandi, því að ég var dálít-
ið óvanur að bera doktorsgráðu.
Ilún kvaðst vera fulltrúi Heine-
nefndarinnar og ætti að sjá mér fyr-
ir öllum nauðþurftum þangað til
stundu eftir hádegi, er ég mundi
leggja af stað til Weimar. Þetta var
viðkunnanlegasta stúlka, hæglát og
blátt áfram. Um það bil er við vor-
um að ljúka morgunverðinum, bað
ég hana að hlífa mér við doktorstitl-
inum, og lofaði hún því, þótt henni
yrði á að brjóta það loforð nokkr-
um sinnum þær þrjár stundir, er við
áttum eftir að vera saman.
Klukkan rúmlega 1 e. h., sunnu-
daginn 7. október, rann mikil og
skrautleg rússnesk bifreið í hlað hjá
Adlon. Ég stóð þar ferðbúinn, en út
úr bifreiðinni kom fríð kona, dökk-
hærð og brúneygð, vék sér að mér
og spurði, hvort ég væri ekki pró-
fessor Kristjánsson? Ég játaði því,
með sýnu meira hiki en fyrr um
morguninn, þegar ég hlaut doktors-
gráðuna. Bað hún þá prófessorinn
að setjast inn í bifreiðina, því að nú
skyldi haldið til Weimar, með við-
komu á flugvellinum, þar sem við
ættum að taka tvo kínverska bók-
menntafræðinga. Inni í bílnum var
Páll Reimann, bókmenntafræðingur
frá Prag, og pólskur kvenprófessor.
Síðan var lagt af stað.
í Weimar
Meðan bifreiðin ber okkur með 90
km hraða eftir eggsléttum steyptum
brautum verður mér hugsað til ungs
manns, sem var á ferð um þessar
131