Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
slóðir fyrir 132 árum. Heinrich
Heine fór í september og október
1824 fótgangandi um Harzfjöll og
Thiiringen, og um þessa för skrifaði
hann 1. bindi Ferðamynda — Die
Harzreise. Þessa bók las ég í fyrsta
skipti sumarið 1928 í lækjargili aust-
ur á Sámsstöðum, nýskroppinn úr
skóla, og 30 árum síðar man ég enn
unað hins fyrsta lesturs. Ferðalangur
einn, Karl Dörne að nafni, hitti
Heine á þessari gönguför og lýsti
honum á þessa leið: ,.Hann var 5 fet
og 6 þumlungar á hæð, gat verið 25
eða 27 ára gamall, ljóshærður, blá-
eygður, andlitið þokkafullt, grann-
leitur, var í brúnum frakka, gulum
buxum, teinóttu vesti með svartan
trefil, græna húfu á höfði og bak-
poka úr grænum vaxdúk.“ Hann var
á leið frá Jena til Weimar og förinni
var heitið á fund Goethes. Heine
sendi Goethe bréfmiða, hvar á stóð:
„Eg bið Yðar Hágöfgi að veita mér
þá hamingju að mega standa frammi
fyrir yður í nokkrar mínútur. Ég
skal alls ekki verða yður til þyngsla,
aðeins kyssa hönd yðar og fara síð-
an.“ í dagbók Goethes standa þessi
fábreyttu orð: „Heine frá Götting-
en, 2. október 1824.“ Mörgum árum
síðar sagði Heine frá þessum fundi.
Hann var sveittur og vegmóður þeg-
ar hann gekk fyrir hinn aldraða
snilling, hafði búið sig undir mikla
og gáfulega ræðu, en þegar hann
stóð frammi fyrir þessum Seifi
þýzkra bókmennta, féllust honurn orð
og hann fékk aðeins stunið því upp,
hve plómurnar í Weimar væru lost-
ætar!
Weimar var höfuðborg í einhverju
minnsta smáríki Þýzkalands, og
þjóðhöfðinginn Karl Agúst hlaut
stórfurstanafnbót árið 1815. Árið
1775 ætlaði Goethe að fara til Ítalíu
til langdvalar, en á leiðinni til Darm-
stadt var hann eltur uppi af fnæsandi
gæðingum Weimarfurstans, sem hað
hann að setjast að í borg sinni, og
þar lifði Goethe það sem eftir var
ævinnar, en hann andaðist 1832 í
hárri elli.
Ef ég ætti að kjósa mér dvalarstað
utan íslands, þá mundi ég velja mér
Weimar. Það er eins og andinn hafi
grópað þennan smábæ fangamarki
sínu óafmáanlega. Þarna ríkir ljúfur
unaður, sveitasæla, sem leitun er á í
vorum vélræna heimi. Þegar maður
rekur hausinn út um hótelgluggann á
morgnana, þá er bæjartorgið morandi
af sveitabændum, sem eru að selja kál,
kartöflur, egg og hænsni, virðulegar
troðjúgra kýr eru spenntar fyrir
vagna, hest er varla að sjá. Lífið líð-
ur áfram, hægt og háttbundið, í
sama sniði og þegar Goethe og
Schiller gengu hér um götur og
ræddu hin torræðu vandamál fagur-
fræðinnar. Ilmur af sveit og kúm.
Skellinöðrur og djöfuldómur nútíma-
hraðans hafa beygt hjá þessum kyrr-
láta stað. Hér eru líka unnin kyrrlát
132